fréttir

Viðurkenning Jafnvægisvogarinnar þriðja árið í röð

14. október 2021

Vörður hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2021, þriðja árið í röð. Félag kvenna í atvinnulífinu, ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu og viðskiptalífinu standa að hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvogin. Jafnvægisvogin er viðurkenning til þeirra fyrirtækja og opinberu aðila sem unnið hafa að því markmið og náð árangri í að jafna kynjahlutfall í framkvæmdarstjórnum. Markmið þessa hreyfiafls er að árið 2027 verði kynjahlutfallið 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Stór hluti þátttakenda sem skrifað hafa undir viljayfirlýsinguna hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgar þeim fyrirtækjum milli ára sem náð hafa markmiðinu og hljóta viðurkenningu. Stefna Varðar er skýr í jafnréttismálum Vörður hefur skýra sýn og stefnu í jafnréttismálum sem tryggir sanngirni, jöfn tækifæri og kjör alls starfsfólks. Félagið hefur frá árinu 2014 starfrækt jafnlaunakerfi og hlotið Gullmerki PCW, jafnlaunavottun VR og jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins, fyrst fjármálafyrirtækja. Reynsla Varðar er að fjölbreytt samsetning mannauðs auki víðsýni, kalli fram ólík sjónarhorn og fjölbreytta nálgun verkefna svo ekki sé talað um almenna gleði og ánægju. Í framkvæmdastjórn Varðar er kynjahlutfallið jafnt og hlutfall millistjórnenda er nærri því að vera jafnt.

author

Vörður tryggingar

14. október 2021

Deila Frétt