01. apríl 2023
Vörður hefur uppfært kaskótryggingu sína og gert hana enn víðtækari. Nú tekur hún til fleiri bótaþátta og bara ein eigin áhætta óháð tegund tjóns. Þetta á við um alla bíla hvort sem þeir eru bensín-, dísel-, tvinn- eða rafbílar.
Nýja kaskótryggingin er með einfaldara og skýrara orðalagi og tekur til allra skyndilegra utanaðkomandi atvika nema annað sé sérstaklega tilgreint.
Nýir bótaliðir eru meðal annars:
Pallhús og palllok
Merkingar á bílum
Filmun og húðun á lakki
Breytingin hefur þegar tekið gildi fyrir alla viðskiptavini með kaskótryggingu.
Vörður tryggingar
01. apríl 2023