Þjónusta

Sjúklingatryggingar færast yfir til Sjúkratrygginga Íslands

01. nóvember 2024

Vegna breytinga á lögum munu sjúklingatryggingar færast frá tryggingafélögum og yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá og með 1. janúar 2025.

  • Lögboðnar sjúklingatryggingar SÍ munu taka til tjónsatvika sem verða frá og með 1. janúar 2025.

  • Ótilkynnt tjónsatvik sem áttu sér stað fyrir 1. janúar 2025 eru ekki þjónustuð af SÍ heldur Verði.

  • Vörður hefur ákveðið að útvíkka skilmála þannig að ótilkynnt tjón munu falla undir gildissvið tryggingar. Önnur skilyrði um bótaábyrgð og fyrningar eiga áfram við, sjá skilmála.

  • Ekkert iðgjald verður innheimt vegna útvíkkunar á skilmála.

Þú getur skoðað nánari umfjöllun um reglugerðina hér.

Hér höfum við tekið saman helstu spurningar og svör sem gætu komið þér að góðum notum.

Hver er breytingin?

Helsta breytingin er sú að sjúklingatryggingin þín mun færast frá Verði og yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Þessi breyting mun eiga sér stað um næstu áramót eða þann 1. janúar 2025.

Þarf ég að gera eitthvað?

Varðandi trygginguna þína hjá okkur þarftu ekkert að gera, en þú þarft að melda þig innan tímaramma til Sjúkratrygginga Íslands. Tímasetningin og annað liggur því ekki fyrir eins og er. 

Hvenær færist tryggingin mín til SÍ?

Sjúklingatryggingin þín hjá okkur verður felld niður um áramótin og færist í framhaldi til SÍ. Ef gildistími tryggingarinnar er lengri en til áramóta þá færð þú mismuninn endurgreiddan.

Fæ ég trygginguna endurgreidda frá Verði?

Ef gildistími tryggingarinnar er lengri en til áramóta þá færð þú mismuninn endurgreiddan. 

Hvert tilkynni ég tjónsatvik sem eiga sér stað fyrir breytinguna?

Til Varðar. Tjónsatvik sem eiga sér stað fyrir breytinguna verða áfram tryggð hjá Verði, einnig ef afleiðingar þeirra koma ekki í ljós fyrr en eftir að breytingin tekur gildi. Bótasvið og fyrningarfrestir eru óbreyttir í skilmála.

Hvert tilkynni ég tjónsatvik sem eiga sér stað eftir breytinguna?

Þú tilkynnir atvik sem eiga sér stað eftir breytinguna til Sjúkratrygginga Íslands.

Greiði ég iðgjald til Varðar eftir breytinguna?

Nei, við munum ekki innheimta iðgjald fyrir útvíkkun á tryggingunni. Eftir breytingarnar greiðir þú iðgjald sjúklingatryggingarinnar til Sjúkratrygginga Íslands.

Fæ ég einhverja staðfestingu um þessar breytingar?

Já, við munum senda staðfestingu bæði í tölvupósti og í rafræn skjöl inn á Mínum síðum. 

author

Vörður tryggingar

01. nóvember 2024

Deila Frétt