Þjónustuskrifstofur lokaðar 24. október vegna kvennaverkfalls

23. október 2023

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október á Kvennafrídeginum.

Við höfum undanfarin ár einsett okkur að vera til fyrirmyndar í jafnréttismálum og gerum konum og kvárum hjá Verði kleift að leggja niður störf og taka þátt í baráttu deginum.

Þjónustuskrifstofur Varðar verða því lokaðar á þriðjudaginn en neyðarþjónustu sinnt í gegnum síma, netspjall og tölvupóst. Þar sem um er að ræða mikilvæga jafnréttisbaráttu vonum við að viðskiptavinir sýni þessari stöðu skilning.

author

Vörður tryggingar

23. október 2023

Deila Frétt