Sigurður Sveinn hreppti aðalvinninginn í ár

19. september 2025

Búið er að draga út aðalvinninginn í Regluverðinum 2025 úr fjölmennum hópi þátttakenda í sumar. Sá heppni að þessu sinni er Sigurður Sveinn Antonsson úr Golfklúbbi Vatnsleysustrandar, en hann hlýtur lúxusgolfferð fyrir tvo á Salobre á Gran Canaria í boði Golfsögu og Verdi travel.

Vörður og Golfsamband Íslands hafa í þrettán ár boðið upp á þennan vinsæla golfleik, þar sem kylfingar geta reynt þekkingu sína á golfreglunum. Á hverju ári taka tugþúsundir einstaklinga þátt og leikurinn hefur sannað sig sem skemmtilegur og fræðandi hluti af golfsamfélaginu.

Leiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sérsniðinni tryggingu fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Með Golfvernd getur kylfingur jafnframt glatt meðspilara sína sérstaklega fari hann holu í höggi.

Vörður óskar Sigurði Sveini innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í Regluverðinum í sumar!

Frá vinstri: Silja Rún Gunnlaugsdóttir frá GolfSögu, Sigurður Sveinn Antonsson vinningshafi og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Varðar.

author

19. september 2025