Nýr Regluvörður mættur til leiks 

20. júní 2023

Þarftu að rifja upp golfreglurnar? 

Líkt og undanfarin ár býður Vörður og GSÍ þér í spennandi golfleik á golf.vordur.is þar sem þú getur látið reyna á þekkingu þínar á golfreglunum. Við höfum uppfært leikinn í nýtt útlit og bætt við skemmtilegum nýjungum eins og stigagjöf, tímatöku og fleira. Þá hafa golfdómarar bætt við nýjum spurningum sem eru núna yfir 300 talsins. 

Þau sem skrá sig til leiks fara í lukkupott og eiga þá möguleika á að vinna lúxus golfferð fyrir tvo á Fairplay golfhótelið á Spáni í boði Golfsögu og Verdi Travel.  

Eignast þú flottasta flatarmerki á Íslandi? 

Þeir sem klára leikinn geta fengið hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaunin, sem er líka flatarmerki. Merkið er ártalsmerkt og jafnframt staðfesting á því að þú sért með golfreglurnar á hreinu. Þú pantar peninginn við lok leiksins og færð hann sendan heima að dyrum með póstinum. 

Golfleikur til gagns og gamans  

Regluvörðurinn kemur núna út 11 sumarið í röð og er til gamans gerður fyrir kylfinga og aðra áhugasama um golfíþróttina en auðvitað geta allir tekið þátt í leiknum. Golfleikurinn er sérlega góður til þess að láta reyna á kunnáttuna á golfreglunum og til upprifjunar á þeim. Regluvörðurinn hefur svo sannarlega fest sig í sessi hjá kylfingum og áhugafólki um golfíþróttina og þátttakendum fjölgar með hverju árinu. 

Golfleiknum er jafnframt ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.

Traustur bakhjarl GSÍ 

Vörður er traustur bakhjarl GSÍ með golfreglurnar. Golf byggir á nákvæmum og dálítið flóknum reglum. Það þarf stundum að láta reyna á reglurnar sem allir kylfingar ættu að hafa á hreinu. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina. 

Við vonum að allir kylfingar eigir ánægjulegar stundir á golfvellinum í sumar. 

author

Vörður tryggingar

20. júní 2023

Deila Frétt