forvarnir

Eldgos, jarðskjálftar og tryggingar

31. október 2023

English below

Vegna hættu­stigs Al­manna­varna höfum við tekið saman gagnlegar upplýsingar um hvernig tryggingar taka á tjónum af völdum jarðskjálfta og eldgosa.

Allar húseignir og allir lausamunir sem eru brunatryggðir hjá okkur, eru hluti af náttúruhamfaratryggingu NTÍ.

Hvar tilkynni ég tjón vegna eldgoss eða jarðskjálfta?  

Ef svo vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til Náttúruhamfaratrygginga Íslands (NTÍ). Gott er að hafa í huga að eig­in áhætta inn­bústjóna hjá NTÍ er að lág­marki 200.000 krón­ur og í hús­eigna­tjón­um er lág­mark­ið 400.000 krón­ur.

Hvaða tryggingar taka á eldgosum og jarðskjálftum?

NTÍ bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgosa og jarðskjálfta. NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá almennum tryggingafélögum. Viðskiptavinir í Heimilisvernd Varðar eru með brunatryggingu á innibúi og lausafé og því tryggðir hjá NTÍ náttúruhamfara.

NTÍ bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki  400.000 krónur sem dregst  frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða.  

Innbúið

NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík.  

Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur.  

Bíllinn

NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat.   

Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð  

Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm.  

Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit.  

Hvar get ég séð tryggingarnar mínar?

Á Mínum síðum hefur þú aðgang að öllum upplýsingum um tryggingarnar þínar. Ef spurningar vakna um tryggingavernd þína getur þú haft samband við Vörð í síma 514 1000. Einnig getur þú átt samskipti við okkur í gegnum netspjall á www.vordur.is og heimsótt okkur á þjónustuskrifstofu okkar.

Viðbrögð við jarðskjálfta og eldgosi

Náttúruhamfarir geta átt sér stað með stuttum fyrirvara og í einhverjum tilfellum án viðvörunar. Til þess að draga úr líkum á tjóni og slysum þurfum við að vera viðbúinn því óvænta og bregðast rétt við.

Natural disasters and insurance

We have compiled key information regarding volcanic eruptions, earthquakes, and insurance.

How am I insured for damages caused by volcanic eruptions and earthquakes?

Buildings and movables that have fire insurance in Iceland are insured against damage caused by natural disasters by the Natural Catastrophe Insurance of Iceland (NTÍ).

  • All buildings in Iceland are fire insured by law and automatically covered by NTÍ.

  • Movables, or everything you take with you, are fire insured with home protection Heimilisvernd at Vörður

On My Pages on Vörður’s website you have access to all information about your insurance.

 Where do I report damage due to a volcanic eruption or earthquake? Damages caused by volcanic eruptions and earthquakes should be reported to NTÍ on their website. It is good to keep in mind that NTI's deductible (own risk) for damage to movables is at least ISK 200,000 and in homeowner damage is ISK 400,000.

author

Vörður tryggingar

31. október 2023

Deila Frétt