fréttir

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

24. ágúst 2020

Vörður er Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Vörður hefur fengið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum, annað árið í röð. Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq Íslandi og Stjórnvísi standa að baki viðurkenningunni. Hún þýðir að starfshættir stjórnar Varðar eru vel skipulagðir og þeir ásamt framkvæmd stjórnarstarfanna eru til fyrirmyndar.

Viðurkenningin byggir á úttekt á stjórnarháttum Varðar sem tekur mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti, gefnum út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarferlisins. Viðurkenningin er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti.

Þekking á góðum stjórnarháttum skili félaginu betri og faglegri stjórnarmönnum og stuðli að því að rekstur þess sé byggður á faglegum forsendum. Aukin vitund góðra stjórnarhátta eykur fagleg vinnubrögð stjórnar, stuðlar að skýrari verkaskiptingu og betri ákvarðanatöku. Að Vörður sé fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eykur traust og tiltrú almennings á félaginu, segir Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar.

author

24. ágúst 2020

Deila Frétt