tilkynningar

Breyting á þjónustu vegna Covid-19

23. mars 2020

Aðstæður í samfélaginu kalla á tímabundnar breytingar á þjónustuskrifstofum Varðar. Frá og með 26. mars verða þjónustuskrifstofur okkar lokaðar fyrir komur viðskiptavina. Búast má við auknu álagi á starfsfólk og að hefðbundin þjónusta taki lengri tíma en venjulega. Við biðjumst velvirðingar á því og vonum að viðskiptavinir sýni því skilning.

Við tökum vel á móti þér á Mínum síðum Varðar og í netspjalli á vordur.is. Þá erum við til taks í síma 514 1000 ef þú vilt komast í beint samband við ráðgjafa okkar eða fá aðra þjónustu. Þá er hægt að senda okkur póst á netfangið [email protected].

Á Mínum síðum Varðar getur þú fengið allar upplýsingar um þínar tryggingar, séð reikninga og greiðslur, tilkynnt tjón og breytt greiðsluupplýsingum. Á vef Varðar getur þú fengið upplýsingar um tryggingar sem við bjóðum, fengið tilboð í tryggingar og komið í viðskipti.

author

Vörður tryggingar

23. mars 2020

Deila Frétt