forvarnir

Er sumar­bú­staðurinn klár fyrir sumarið?

22. mars 2024

Sumarið er á næsta leiti og margir sem stefna á góðar stundir í sumarbústaðnum. Maður slakar best á þegar öryggismálin eru á hreinu og það á svo sannarlega við um sumarbústaðinn líka.

Hvort sem húsið er í notkun eða orðið autt eftir notalega helgi þá er mikilvægt að huga vel að forvörnum til að koma í veg fyrir eða lágmarka tjón. Við höfum tekið saman nokkur góð ráð til að tryggja öryggið í bústaðnum.

Vatnsvarnir

  • Mikilvægt er að skrúfa fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki þegar húsið er yfirgefið. 

  • Ef bústaður er kynntur með miðstöðvarofnum er öruggast að hafa lokað hringrásarkerfi með frostlög og forhitara sem er utan aðalhúss. Alltaf skal loka fyrir inntak þegar sumarbústaður er yfirgefinn. 

  • Það er góð hugmynd að fylgjast með hita í bústaðnum, t.d. í gegnum app, en það er sérstaklega mikilvægt eftir mikla frostakafla og ef bústaður er í lítilli notkun. 

Eldvarnir

  • Hafðu reykskynjara í sumarhúsinu líkt og á heimili þínu. Fjöldi reykskynjara fer eftir stærð hússins. Gott er að eiga alltaf nokkrar rafhlöður til skiptanna. 

  • Ef svefnloft er í húsinu þarf flóttaleið að vera greið. Er utanáliggjandi brunastigi á þínu húsi? 

  • Hafðu duft- eða léttvatnsslökkvitæki á áberandi stað við útgang sumarhússins. 

  • Eldvarnarteppi er nauðsynlegt í eldhúsið. 

  • Ef þú ert með rafmagnsofn þá þarf að passa að hylja þá ekki eða hafa neitt ofan á þeim. Það má til dæmis ekki þurrka föt á þeim. 

  • Síðasti maður í háttinn fer yfir húsið og passar að slökkt sé á öllum kertum. 

Grill og gas 

  • Hafðu gasskynjara í eldhúsinu sem næst gólfi. 

  • Geymdu gaskúta á öruggum stað, helst í þar til gerðum skápum. 

  • Taktu gaskútinn undan grillinu þegar þú notar það, þannig er hann minna útsettur fyrir hita og fitu. 

  • Passaðu að mýsnar nagi ekki allt í sundur. 

Potturinn 

  • Láttu fagmann tengja hitastýrð blöndunartæki og tryggðu þannig gæði og rétt hitastig. 

  • Hafðu hitamæli í pottinum. 

  • Skildu aldrei ung börn eftir ein og eftirlitslaus í heitum potti og settu alltaf öryggislok yfir hann strax eftir notkun. 

  • Passaðu að lokið á pottinum sé tryggilega fast á svo það fjúki ekki af. 

Innbrot

  • Lokaðu og læstu hurðum og gluggum tryggilega. 

  • Dragðu fyrir glugga svo ekki sjáist inn. 

  • Almennt er ekki ráðlegt að geyma mikil verðmæti í sumarhúsum eða hafa þau sýnileg. 

  • Talaðu við nágranna þína um að fylgjast með húsum hvers annars. 

  • Takmarkaðu umferð í sumarhúsahverfum með hliði. 

  • Settu upp góða lýsingu og myndvélakerfi ef það er hægt. 

Er sumarhúsið tryggt?

Við bjóðum upp á samsetta tryggingu sem verndar bæði sumarhúsið sjálft og innbú þess.

Lesa meira

author

Vörður tryggingar

22. mars 2024

Deila Frétt