forvarnir

Vörður lánar hitablásara

08. febrúar 2024

Vörður tekur við hitablásurum frá almenningi til að lána íbúum Suðurnesja vegna hitavatnsleysis. Móttaka er í höfuðstöðvum Varðar í Borgartúni 19 og mun starfsfólk koma þeim jafnóðum í útibú Varðar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ, þar sem allir íbúar Suðurnesja geta nálgast þá. Opið er í dag til klukkan 16:00 á báðum stöðum. 

Frá því að heitavatnsæð fór í sundur hefur Vörður afhent viðskiptavinum sínum hitablásara. Vel gekk að afhenda þá í gær og sóttu margir viðskiptavinir hitablásara í útibú Varðar í Reykjanesbæ. 

Til þess að geta aðstoðað sem flesta á Suðurnesjum var ákveðið að stækka verkefnið með því að auðvelda almenningi á höfuðborgarsvæðinu að koma hitablásurum til íbúa á Suðurnesjum sem enn vantar kyndingu með auðveldum hætti. Margt smátt gerir eitt stórt!

Við viljum minna á að vegna ráðlegginga frá Almannavörnum þá er einungis einn hitablásari á heimili og mikilvægt að hafa í huga að spara allan hita og rafmagn.

Mælt er með að fylgjast með nánari framvindu á vef Almannavarna og HS Veitna.

Eldgos, jarðskjálftar og tryggingar

Hér höfum við tekið saman ýmsar upplýsingar um eldgos, jarðskjálfta og tryggingar.

author

Vörður tryggingar

08. febrúar 2024

Deila Frétt