09. febrúar 2024
Við hjá Verði viljum aðstoða íbúa á Suðurnesjum og lána þeim hitablásara. Þú getur haft samband við okkur í neyðarsíma Varðar 514 1099 og við komum með hitablásara heim til þín, meðan birgðir endast.
Vegna ráðlegginga frá Almannavörnum þá er einungis einn hitablásari á heimili til að spara rafmagn. Við mælum með að fylgjast með framvindu mála á vef Almannavarna og HS Veitna.
Til að fyrirbyggja tjón á lögnum á Suðurnesjum mælum við einnig með að skoða ráðleggingar Almannavarna vegna skerðingar á hitaveitu.
Almannavarnir - Skerðing á hitaveitu
Almannavarnir - Spurt og svarað vegna heitavatnsleysis á Suðurnesjum
Hér höfum við tekið saman ýmsar upplýsingar um eldgos, jarðskjálfta og tryggingar.
Vörður tryggingar
09. febrúar 2024