Samsett trygging sem hentar öllum sumarhúsaeigendum. Trygging sem verndar bæði sumarhúsið sjálft og innbú þess.
Bætir tjón á sumarhúsinu sjálfu á borð við leka, óveðurs og innbrota.
Bætir tjón á innbúi vegna bruna, vatns og innbrots.
Greiðir tjón sem þú ert gerður ábyrgur fyrir sem eigandi sumarhússins.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Sumarhúsatrygging er alhliða trygging fyrir alla eigendur sumarbústaða.
Sumarhúsatrygging er samsett úr tveimur tryggingum, þ.e. húseigendatrygging og innbústrygging. Þú getur séð ítarlegri upplistun á hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt í upplýsingaskjali tryggingarinnar.
Innbú eru persónulegir munir sem almennt fylgja sumarhúsum og teljast ekki vera hluti af húseign eða almennu fylgifé hennar. Það er hægt að hugsa sér að innbú er allt það sem þú myndir flytja með þér á milli sumarbústaða.
Þegar þú selur eign er meginreglan sú að sumarbústaðartrygging fellur niður á sama tíma og brunatryggingin. Húseigendatrygging flyst aldrei sjálfkrafa á milli eigna við flutninga. Það þarf að segja innbústryggingunni upp sérstaklega.
Heitur pottur fellur ekki undir húseigendatryggingu og þarf þá að tryggja hann sérstaklega. Pallur og önnur sambærileg verðmæti fyrir utan útveggi húseignarinnar teljast ekki til húseignar nema þau verðmæti séu tiltekin í brunabótamati eignarinnar.
Það er misjafnt. Iðgjald Sumarhúsatryggingar fer annars vegar eftir tryggingarfjárhæð innbús og hins vegar brunabótamati sumarhússins. Sjálfsábyrgð er í innbús- og húseigandatjónum og kemur upphæðin fram á skírteini tryggingarinnar.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.
Fyrst þú ert að kynna þér Sumarhúsatryggingu þá gætir þú jafnframt haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.
Brunatrygging húseigna bætir tjón á fasteign af völdum eldsvoða.
Alhliða vernd sem inniheldur allar helstu tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir heimili og fjölskyldu.
Mikilvægt öryggisnet ef til slysa eða veikinda kemur eða sem öryggissjóður fyrir þá sem eftir standa ef við föllum frá.