Ekki geyma eldsneyti heima

15. febrúar 2023

Sumir hafa brugðið á það ráð að taka aukabirgðir af eldsneyti á brúsa og önnur ílát vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða. Almennt mælum við ekki með að það sé gert vegna mengunar og eldhættu. 

  • Eldsneytistankurinn á bílnum þínum er öruggasti geymslustaðurinn fyrir eldsneyti.

  • Notaðu þar til gerða brúsa ef þú ert að geyma eldsneyti.

  • Logavinna, neisti eða hitabreyting geta valdið eldi.

  • Bensín og bensíngufur eru sérlega eldfimar.

  • Dísel er líka eldfimt og mengunarhætta af báðum efnum.

Ef verkfall dregst á langinn er tilvalið að deila bíl með öðrum, nota almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ef það er hægt. Svo kunnum við líka að vinna heima. Ekki hamstra, hugsum í lausnum og verum jákvæð

author

Vörður tryggingar

15. febrúar 2023

Deila Frétt