Ertu á leið í skíðaferð?

Skíðaferðir eru vinsælar á þessum árstíma og því gott að vita hvernig tryggingarnar þínar virka á skíðasvæðinu. Við höfum tekið saman nokkur gagnleg atriði fyrir skíðaferðina.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Er Slysatrygging í frítíma innifalin í Heimilisvernd?
    • Slysatrygging í frítíma er innifalin í Heimilisvernd 2, 3 og 4. Tryggingin nær yfir skíðaferðir, bæði innanlands og erlendis.

    • Slysatrygging í frítíma greiðir bætur vegna slysa sem verða í frítíma, meðal annars vegna tannbrots, örorku og dagpeninga.

    • Bótaupphæðir og skilyrði geta verið mismunandi milli Heimilisvernda. Við mælum með að skoða samanburð Heimilisvernda til að sjá hvað á við um þína tryggingu.

    Er Ábyrgðartrygging innifalin í Heimilisvernd?
    • Já, allar Heimilisverndir okkar innihalda Ábyrgðartryggingu.

    • Ábyrgðartrygging getur komið að góðum notum á skíðasvæðum erlendis, þar sem tryggingin tekur til tjóns sem tryggingartaki veldur öðrum vegna óhapps.

    • Skíðafólk þarf oft að framvísa staðfestingu á Ábyrgðartryggingu þegar ferðast er til skíðasvæða erlendis. Á Ítalíu er til dæmis gerð krafa um slíka tryggingu.

    Eru ferðatryggingar innifaldar í Heimilisvernd?
    • Í Heimilisvernd 2, 3 og 4 eru ýmsar ferðatryggingar í boði sem valkvæðar viðbætur, meðal annars Farangurstrygging, Forfallatrygging og Ferðarofstrygging.

    • Við bendum á að skoða hvaða ferðatryggingar geta átt við þína Heimilisvernd á Mínum síðum.

    Er ég með ferðatryggingu á kreditkortinu mínu?
    • Vörður gefur út ferðatryggingar fyrir kreditkorthafa Arion banka og Landsbankans. Mikilvægt er að kynna sér hvaða tryggingar fylgja kortinu áður en lagt er af stað í ferðalag.

  • Hvernig ferðatryggingar eru á kreditkortinu mínu?
    • Það fer eftir hvaða kreditkort þú ert með og hjá hvaða banka. Við mælum með að skoða upplýsingarnar fyrir hvert kort hér.

    • Ferðatryggingar sem geta fylgt kreditkortum eru meðal annars Sjúkratrygging, endurgreiðsla ferðar og Farangurstrygging.

    Ætti ég að vera með ferðatryggingar í gegnum bæði Heimilisvernd og kreditkort?
    • Ferðatryggingar í Heimilisvernd og á kreditkortum eru mismunandi víðtækar og geta verið háðar ólíkum skilyrðum og skilmálum. Því getur verið gagnlegt að skoða hvaða tryggingar fylgja hvorri vörunni fyrir sig.

    • Í sumum tilfellum getur verið hagkvæmt að hafa ferðatryggingu bæði í Heimilisvernd og á kreditkorti, sérstaklega ef um er að ræða umfangsmikið tjón þar sem tryggingarnar geta tekið á mismunandi þáttum.

    • Við mælum með að skoða skilmála beggja trygginga til að sjá hvað hentar þínum ferðalögum.

    Er skíðabúnaðurinn minn tryggður?
    • Skíðabúnaður telst hluti af innbúi og er því tryggður í ferðatryggingu bæði í Heimilisvernd og í kortatryggingu, rétt eins og annar farangur sem þú tekur með þér í ferðalag.

    • Ef þú ert með mjög dýran skíðabúnað er best að hafa samband við okkur, og við skoðum málið saman.