Vörður gefur út ferðatryggingar fyrir kreditkorthafa Arion banka. Mikilvægt er að kynna sér þær tryggingar sem fylgja kortunum áður en lagt er af stað í ferðalag.



Tryggir korthafa fyrir slysum á ferðalagi.

Bætir sjúkrakostnað sem fellur til á ferðalagi.

Bætir fyrirframgreiddan ferðakostnað sem ekki fæst endurgreiddur.

Greiðir dagpeninga vegna innlagnar sjúkrahúsi erlendis.

Bætir nauðsynleg viðbótarútgjöld heimferðar vegna alvarlegra atvika.

Greiðir bætur vegna tafar á ferð á leið á flugvöll.

Greiðir bætur þegar vátryggðum er hafnað sæti um borð vegna yfirbókunar.

Greiðir bætur vegna ferðatafar.

Bætir tjón á einkamunum sem greitt hefur verið fyrir með Premium World greiðslukorti.

Bætir tjóni á farangri á ferðalagi.

Bætir nauðsynlegan ferðakostnað náins ættingja.

Hlutfallsleg endurgreiðsla af óafturkræfum ferðakostnaði.

Bætir tjón sem vátryggður kann að valda þriðja aðila.

Bætir tjón sem verður á bílaleigubíl.

Almennar takmarkanir á bótaskyldu
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.

Á Mínum síðum getur þú sótt staðfestingu á ferðatryggingu hvort sem þú ert á leiðinni í ferðalag eða komin af stað í ferðalag.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.