fréttir

Vörður er Framúrskarandi fyrirtæki 2022

21. október 2022

Vörður prýðir lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2022. Viðurkenningin, sem aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi hljóta, er staðfesting á góðum árangri félagsins og frábæru starfi starfsfólks. Í ár skipa 896 fyrirtæki lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki og byggist hann á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækjanna á árinu 2021. Þetta er þrettánda árið í röð sem Creditinfo tekur saman listann en fyrirtækin þurfa að uppfylla fjölmörg skilyrði til að fá að bera þessa eftirsóttu viðurkenningu. Þetta er ellefta árið í röð sem Vörður er á listanum.

Tré gróðursett í nafni framúrskarandi fyrirtækja Vörður ætlar að gróðursetja 2500 tré í nafni framúrskarandi fyrirtækja sem eru í viðskiptum við félagið. Gróðursetningin er í samstarfi við Kolvið og samsvarar því að um 20 tré séu gróðursett í nafni hvers fyrirtækis. Með framtakinu viljum við rækta gott viðskiptasamband með þeim sem skara fram úr og um leið stuðla að minnkandi kolefnisfótspori Íslendinga. Með þessu styðjum við einnig heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftlagsmálum.

Verðmæt fyrirtæki Fyrirtækin sem komast í úrvalshóp Creditinfo sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig verðmæti og störf. Þau standa á traustum stoðum og eru því ekki líkleg til að valda samfélaginu kostnaði. Til að komast í hópinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, m.a. að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár og að rekstrarhagnaður hafi verið jákvæður þrjú ár í röð. Þá þarf eiginfjárhlutfallið að hafa verið 20% eða meira og eignir 100 milljónir eða meira að meðaltali þrjú rekstrarár í röð.

Gerum enn betur Það er ánægjulegt að Vörður uppfyllir öll skilyrðin og sé á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2022. Það er okkar markmið að gera betur á allan hátt, hvort sem það er í þjónustu og samskiptum við viðskiptavini okkar, samskiptum við okkar frábæra starfsfólk, eða með hagkvæmum rekstri félagsins. Við erum staðráðin í að halda áfram á sömu braut. Hafðu samband við ráðgjafa okkar ef þú vilt vera í samskiptum og viðskiptum við framúrskarandi fyrirtæki.

author

Vörður tryggingar

21. október 2022

Deila Frétt