tilkynningar

Við flytjum í Borgartún 19

03. desember 2021

Miðvikudaginn 8. desember flytjum við í Borgartún 19, þar sem Arion banki er til húsa. Þar getur þú nálgast alla trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama stað.

Alhliða fjármálaþjónusta á einum stað Ráðgjafar okkar aðstoða þig við hvaðeina sem lýtur að tryggingum og tjónum og ráðgjafar Arion veita alla þjónustu er snýr að fjármálum og leiðbeina með notkun á stafrænum þjónustuleiðum.

Við hlökkum til að bjóða viðskiptavinum trausta og öfluga fjármálaþjónustu í nýjum stað. Áfram verður lögð áhersla á einfalda og þægilega tryggingaþjónustu með ánægju viðskiptavina að leiðarljósi.

Verið velkomin á nýjan stað í Borgartúni 19 eða í síma 514-1000 og netspjalli alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.

author

Vörður tryggingar

03. desember 2021

Deila Frétt

Fleiri fréttir