Hvers virði er innbúið mitt?

14. janúar 2024

Áður en þú tryggir eigur þínar er nauðsynlegt að þú áttir þig á hvers virði þær eru. Það getur verið flókið – en hafðu engar áhyggjur! Við höfum tekið saman ýmis ráð til þess að einfalda þér ferlið.

Af hverju er mikilvægt að meta reglulega verðmæti heimilisins?

Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að meta hversu mikil verðmæti leynast á heimili þínu? Tíminn flýgur og tilveran breytist, kannski stækkar fjölskyldan eða húsnæðið – nema hvorttveggja sé. Þá er viðbúið að fjölskyldan þurfi að bæta ýmsu við, svo sem húsgögnum og tækjum. Eftir því sem hlutunum fjölgar gerum við okkur síður grein fyrir heildarverðmæti þeirra – fyrr en eitthvað kemur fyrir. Þess vegna mælum við með því að þú farir reglulega yfir eigur þínar og þau verðmæti sem leynast á heimilinu.

Hvað telst til innbús?

Innbú er einfaldlega regnhlífarhugtak sem nær utan um allar persónulegar eigur þínar á heimilinu; fatnað, snjallsíma og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmuni, bækur og hljómplötur, útivistar- og íþróttabúnað og í raun allt það sem þú myndir taka með þér við flutninga. 

Hér eru nokkur góð ráð til að fylgja
  1. Taktu myndir eða myndband af þeim hlutum sem þér bæði þykir vænt um og eru verðmætir.  Við mælum með að fara í gegnum hvert herbergi og taka geymsluna síðast. 

  2. Skrifaðu niður lista yfir alla hlutina hér í fyrsta lið og áætlaðu verðmæti hvers hlutar í krónum talið, til dæmis með því að skoða hvað sambærilegur hlutur kostar í dag.

  3. Haltu vel utan um verðmætari hluti líkt og skartgripi, málverk, o.fl. Þú gætir viljað tryggja þá sérstaklega.

  4. Taktu saman allar nótur og kvittanir sem tengjast dýrum hlutum – það hjálpar að eiga nóturnar ef hlutirnir verða fyrir tjóni. Við mælum enn fremur með því að taka myndir af nótunum því að þær afmást oft með tímanum.

  5. Að lokum skaltu áætla heildarupphæð allra þeirra verðmæta sem felast í innbúinu. Þá tölu notarðu svo sem innbúsverðmæti á heimilistrygginguna.

Getið þið hjálpað mér að áætla verðmæti innbúsins?

Auðvitað, til þess erum við! Rafræni ráðgjafinn getur til dæmis komið með tillögur að innbúsverðmæti sem miðast við stærð fjölskyldunnar og stærð húsnæðis. Við mælum samt alltaf með því að fólk fari sjálft vel yfir innbúið og beri saman við tillöguna.

Sjáðu þína tillögu!

Það tekur aðeins tvær mínútur að skoða áætlað innbúsverðmæti á þínu heimili. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og sérð strax hvaða Heimilisvernd hentar þér.

author

Vörður tryggingar

14. janúar 2024

Deila Frétt