tilkynningar

Vatnstjón hjá rafbílaeigendum

04. mars 2022

Við höfum fylgst með umræðunni um vatnstjón á rafbílum og brugðist við henni. Rafbílaeigendur og aðrir bílaeigendur hjá Verði þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að bíllinn sé ekki tryggður ef hann verður fyrir tjóni vegna vatns sem safnast fyrir á malbikuðum vegi.

Við bættum nýlega við Kaskótryggingu Varðar tjón sem verða á undirvagni m.a. á rafhlöðu, vélbúnaði, dekkjum og felgum, ef bíllinn rekst niður í akstri, laust grjót hrekkur undir hann og núna vegna vatns á malbiki. Þetta á við um alla bíla hvort sem þeir eru bensín-, dísel-, tvinn- eða rafbílar.

Nú er sama eigin áhætta í þessum kaskótjónum. Minnum á að skemmdir sem verða vegna aksturs utan vega eru undanskildar.

author

Vörður tryggingar

04. mars 2022

Deila Frétt