03. ágúst 2023
Stóra ferðahelgin er framundan og við tókum saman nokkur ráð fyrir vegfarendur.
Bíllinn hlaðinn
Setjum þunga hluti neðst og fremst í skottið. Pössum að hafa ekki mikið af lausum hlutum inni í bílnum þar sem þeir geta kastast til ef það er bremsað harkalega eða ef það gerist óhapp/slys. Jafnvel litlir hlutir geta slasað farþega alvarlega. Ef þú ert með tengdamömmubox er gott að setja léttari hluti þar.
Skipulegðu ferðalagið
Hvert er verið að fara og hvað tekur það langan tíma að komast þangað. Reiknum með að það taki ennþá lengri tíma um helgina. Slökum bara á og hækkum í útvarpinu.
Umferðarreglurnar
Virðum hámarkshraða, notum handfrjálsan búnað ef tala þarf í síma og höfum gott bil milli bíla.
Akstur með ferðavagn
Munum að tryggja að ferðavagninn rétt tengdur við bílinn og klár í ferðalagið. Setjum framlengingarspegla á bílinn ef þess þarf og ökum eftir aðstæðum.
Heimferðin
Ekki keyra af stað nema þú sért vel sofin(n), athyglin í lagi og allsgáð(ur).
Skemmtum okkur vel um helgina og komum öll heil heim.
Vörður tryggingar
03. ágúst 2023