21. mars 2022
Við sýnum samstöðu og umhyggju með vinum okkar frá Úkraínu og tökum vel á móti þeim. Flóttafólk sem dvelur á heimilum viðskiptavina okkar eða í húsnæði í eigu þeirra fær sömu tryggingavernd og viðskiptavinirnir án kostnaðar. Tryggingaverndin felur í sér slysatryggingu í frítíma, ábyrgðartryggingu einstaklings, innbústrygging og innbúskaskó fyrir persónulega muni sem það hefur með sér eða mun eignast hér á landi á meðan á dvölinni stendur.
Til að tryggingin taki gildi þarf eigandi húsnæðisins að vera með Heimilisvernd hjá Verði og þarf því ekki að sækja sérstaklega um hana fyrir flóttafólkið. Ef flóttamaður flytur í varanlegt húsnæði þarf að sækja um sér Heimilisvernd og við aðstoðum við að finna réttu verndina.
Vörður tryggingar
21. mars 2022