almennt

Tæknilausn ársins

30. mars 2020

Tryggingar í Arion appinu var valin tæknilausn ársins á Íslensku vefverðlaununum 2019 sem kynnt voru í vefútsendingu nýverið. Í appinu geta viðskiptavinir Varðar fengið einstaka yfirsýn yfir tryggingarnar sínar með örfáum smellum og bætt við tryggingum ef þarf. Framleiðendur tæknilausnarinnar eru Arion banki, Vörður og Kosmos&Kaos.

Í umsögn dómnefndar segir: „Tæknilausnin sýnir fram á mikinn metnað í aukinni þjónustu við notendur. Þjónustan er ný af sínu tagi og er framkvæmd á stílhreinan hátt. Notendaupplifunin er traustvekjandi og ánægjuleg.“

Um Íslensku vefverðlaunin Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Að þeim standa samtök vefiðnaðarins (SVEF) sem eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

author

Vörður tryggingar

30. mars 2020

Deila Frétt