fréttir

Stuðningur við krabbameinsfélagið

04. nóvember 2022

Vörður og Arion banki afhentu Krabbameinsfélaginu samtals 2,2 milljónir króna sem eru bæði styrkur frá félögunum og afrakstur söfnunar frá kvennakvöldi sem haldið var í höfuðstöðvum félaganna.

Kvennakvöldið var haldið í tilefni af bleikum október til styrktar bleiku slaufunni og Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn, sem Arion banki og Vörður stóðu fyrir, gekk vel og hlýddu gestir á áhugaverð erindi og glöddust saman. Borgartúnið hefur sjaldan verið bleikara en þetta kvöld.

author

Vörður tryggingar

04. nóvember 2022

Deila Frétt