Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir ráðin forstjóri Varðar

13. desember 2022

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Varðar. Guðbjörg hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011, síðast sem framkvæmdastjóri fiskiðnaðar og framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Áður leiddi Guðbjörg vöruþróunarteymi Marel á Íslandi og í Bretland.

Gert er ráð fyrir að Guðbjörg taki við þann 1. apríl næstkomandi og mun Guðmundur Jóhann Jónsson, sem sagði starfi sínu lausu í október eftir 16 ár í stóli forstjóra, sinna starfinu þangað til.

Benedikt Olgeirsson, stjórnarformaður Varðar:

„Það er mikill fengur að fá Guðbjörgu til liðs við okkur. Vörður og Arion banki eru á sameiginlegri vegferð sem felur í sér mikil tækifæri til þjónustu- og vöruþróunar viðskiptavinum beggja félaga til góða. Guðbjörg býr yfir víðtækri reynslu af stjórnun, rekstri og vöruþróun sem mun nýtast vel á þessari vegferð. Ég býð Guðbjörgu hjartanlega velkomna í hópinn og hlakka til samstarfsins.“

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir:

„Vörður er virkilega áhugavert félag sem hefur verið í góðum vexti undanfarin ár. Ég hlakka til að kynnast fyrirtækinu og þeim öfluga hópi fólks sem þar starfar. Tryggingar skipta okkur öll máli og það er spennandi verkefni að fá taka þátt í að móta þjónustu félagsins til framtíðar.“

author

Vörður tryggingar

13. desember 2022

Deila Frétt