02. desember 2022
Komið hefur í ljós að endurskinsmerkin okkar eru ekki eins og þau eiga að vera. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vakti athygli okkar á því að þau uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru til þeirra samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum, sbr. lög nr. 134/1995 og reglugerð nr. 728/2018. Við lítum málið alvarlegum augum enda varðar það öryggi að endurskin virki rétt en við stóðum í þeirri trú að vörur frá viðkomandi framleiðanda uppfylltu ítrustu kröfur. Við höfum tekið endurskinsmerkin úr umferð og biðjum þá sem hafa merki að gera slíkt hið sama, annað hvort að farga þeim eða skila þeim til okkar og fá ný í staðinn. Við eigum von á nýjum endurskinsmerkjum innan fárra vikna sem uppfylla allar kröfur. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu geta skapast.
Vörður tryggingar
02. desember 2022