2500 tré í nafni framúrskarandi fyrirtækja

23. október 2020

Gróðursetjum í nafni framúrskarandi fyrirtækja

Vörður ætlar að gróðursetja 2500 tré í nafni framúrskarandi fyrirtækja sem eru í viðskiptum við félagið. Með framtakinu viljum við rækta gott viðskiptasamband með þeim sem skara fram úr og um leið stuðla að minnkandi kolefnisfótspori Íslendinga.

Nýlega birti Creditinfo lista yfir 854 fyrirtæki sem hlotið hafa viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2020. Vörður og Vörður líftryggingar eru í þessum úrvalshópi ásamt 125 fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Vörð.

Við erum stolt af því að fá að vinna með þessum fyrirtækjum og í tilefni af viðurkenningum þeirra fyrir góðan árangur ætlum við að gróðursetja, í samstarfi við Kolvið, 20 tré í nafni hvers framúrskarandi fyrirtækis eða samtals 2500 tré.

Vörður hefur metnaðarfulla stefnu um samfélagslega ábyrgð og ber virðingu fyrir náttúrunni. Okkur er umhugað að draga úr losun gróðahúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Með þessu styðjum við einnig heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftlagsmálum.

author

Vörður tryggingar

23. október 2020

Deila Frétt