Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 9:00 - 16:30.

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við Höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

Ökutækjatrygging

Lögboðin ökutækjatrygging samanstendur af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda, en hún er skyldutrygging á öll skráningarskyld ökutæki. Einnig eru í boði frjálsar ökutækja-tryggingar sem samanstanda af kaskótryggingu ökutækis og bílrúðutryggingu.

Eftirfarandi er innifalið í tryggingunni

Ábyrgðartrygging ökutækis

Ábyrgðartryggingin bætir fjárhagslegan skaða sem hlýst af notkun ökutækis og eigandi og/eða ökumaður þess er gerður ábyrgur fyrir samkvæmt umferðalögum.  Tryggingin tekur bæði til eigna- og líkamstjóna, en hún bætir hins vegar ekki tjón sem verður á ökutækinu sjálfu né eigum hins vátryggða. 

Slysatrygging ökumanns og eiganda

Slysatrygging ökumanns og eiganda tekur til líkamstjóns sem ökumaður og eigandi sem farþegi í eigin bifreið verða fyrir.

Bílrúðutrygging

Bílrúðutrygging bætir brot á bílrúðu ásamt ísetningarkostnaði. Eigin áhætta í rúðutryggingu er 20% í hverju tjóni en sé gert við bílrúðuna er eigin áhætta engin. Þessi trygging er ekki lögboðin.

Akstur erlendis

Ábyrgðartrygging ökutækja gildir um notkun ökutækisins á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem og í Sviss. Ef ferðast er til annarra landa með ökutækið þarf eigandi að útvega sér svokallað grænt kort sem er staðfesting á ábyrgðartryggingu ökutækisins. Hægt er að nálgast græna kortið á skrifstofu Varðar.

Keppnisviðauki - valkvæð viðbót

Til þess að tryggingar gildi á ökutækjum í aksturskeppnum og í undirbúningi fyrir keppni, þurfa tryggingatakar að kaupa sérstakan keppnisviðauka til viðbótar við trygginguna. Kaskótryggingar ná þó aldrei yfir það tjón sem verður í slíkum akstursíþróttum.

 

Innlögn númera - húsbílar, fornbílar og mótorhjól

Samkvæmt skilmálum ökutækjatrygginga leiðir innlögn númera almennt til þess að réttur skapast til endurgreiðslu iðgjalds, enda hafi innlögnin staðið í a.m.k. 30 daga samfellt. Þetta á þó ekki við um ýmsar tegundir ökutækja, s.s. húsbíla, fornbíla, vélsleða, fjórhjól o.fl., enda tekur iðgjaldið mið af því að þessi ökutæki séu aðeins notuð hluta úr ári.
Það sama getur átt við um vélhjól, sem oftast eru bara notuð yfir sumartímann, en þar getur viðskiptavinur valið hvort iðgjald taki mið af því að innlögn númera leiði til réttar til endurgreiðslu eða ekki, og er þess þá getið á skírteini.

Fáðu ráðgjöf

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Næsta skref

Skilmálar

B-1 Ábyrgðartrygging ökutækja

ENGLISH

B-1 Mandatory vehicle insurance