Aðalfundir Varðar voru haldnir 27. mars 2025 og hér má finna fjárhagslegar og ófjárhagslegar upplýsingar í tengslum við ársuppgjör félagsins.
Við í Verði viljum vera til staðar fyrir samfélagið og veita rétta vernd. Á hverjum degi leggjum við okkur fram um að vera til staðar fyrir viðskipavini okkar, veita þeim framúrskarandi þjónustu og gera stöðugt betur. Rekstur Varðar gekk vel á árinu 2024. Tekjuvöxtur var áfram stöðugur í takt við markmið félagsins um vöxt og aukna markaðshlutdeild. Fjárfestingarstarfsemi félagsins skilaði mun betri afkomu en árið áður og átti félagið sitt besta rekstrarár frá upphafi. Það er mikil reynsla og gleði í starfsfólki Varðar og við hlökkum til að halda áfram þéttu samstarfi við Arion samstæðuna.
Hér má finna ársreikning samstæðunnar Varðar trygginga fyrir árið 2024.
Vörður vinnur að heilindum að sjálfbærnimálum og telur það vera til hagsbóta að birta upplýsingar um samfélagslega þætti rekstursins samhliða ársuppgjöri og hafa þannig jákvæð áhrif á þróun málaflokksins út í samfélagið.
Vörður leggur áherslu á góða stjórnarhætti í allri sinni starfssemi og með góðum stjórnarháttum er lagður grunnur að ábyrgri stjórnun og ákvarðanatöku og með þeim er traust markaðarins gagnvart félaginu aukið.