Tjónið hefur verið tilkynnt

Nú velur þú þér verkstæði og ferð með bílinn í viðgerð. Ef brotið á rúðunni er lítið minnum við þig á bílrúðumiðann. Bílrúðumiðinn eykur líkur á að hægt sé að gera við rúðuna og þá þarf ekki að greiða eigin áhættu.

Bílrúðuverkstæði
Bílrúðuverkstæði
Bílrúðuverkstæði
Bílrúðuverkstæði
Bílrúðumeistarinn ehf
Dalvegi 18, 200, Kópavogur

Bílrúðuverkstæði
Bílrúðuþjónustan
Grófin 15C, 230, Reykjanesbær

Bílrúðuverkstæði
Bílrúðuverkstæði
TegundNafn fyrirtækiHeimilisfangBæjarfélagSímiSjá á korti
BílrúðuverkstæðiOrka ehfStórhöfða 37110 Reykjavík586 1900
BílrúðuverkstæðiPoulsen ehfSkeifan 2108 Reykjavík530 5900
BílrúðuverkstæðiPoulsen ehfHyrjarhöfði 9110 Reykjavík530 5900
BílrúðuverkstæðiBílaglerið ehfBíldshöfða 16110 Reykjavík587 6510
BílrúðuverkstæðiBílrúðumeistarinn ehfDalvegi 18200 Kópavogur571 1133
BílrúðuverkstæðiBílrúðuþjónustanGrófin 15C230 Reykjanesbær421 7879
BílrúðuverkstæðiAMG-BílrúðurTurnahvarfi 4 203 Kópavogur552 0100
BílrúðuverkstæðiBrimborgBíldshöfði 6110 Reykjavík515 7000

Bílrúðumiðinn

Er brotið innan marka? Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna.

Smelltu límmiðanum á Þurrkaðu yfir skemmdina og smelltu svo á límmiðanum á til að stoppa brotið og verja það óhreinindum og raka.

Tilkynntu tjónið Eftir að búið er að smella límmiðanum á þarf að tilkynna til okkar tjónið og fara á næsta bílrúðuverkstæði

Stöndum vörð um umhverfið

Árið 2021 var hlutfall viðgerða á bílrúðum aðeins 11% á móti 89% þar sem skipt var um framrúðuna. Það samsvarar því að um 40 tonn af gleri fór í ruslið og 40 tonn af gleri voru flutt til landsins.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
 • Af hverju bílrúðumiði?

  Bílrúðumiðinn stoppar brotið í rúðunni frá því að stækka sem eykur líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þá þarf ekki að skipta henni út fyrir nýja með tilheyrandi kolefnisspori.

  Af hverju að gera við rúðuna?

  Ef viðgerð á rúðunni er möguleg þá greiðir Vörður allan kostnað af viðgerðinni. Sem þýðir engin eigin áhætta og ekkert úr þínum vasa.

  Hvernig nota ég bílrúðumiðann?

  Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þurrkaðu yfir skemmdina og smelltu svo límmiðanum á til að stoppa brotið og verja það fyrir óhreinindum og raka. Farðu svo eins fljótt og mögulegt er á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.

 • Hver er eigin áhættan ef skipta þarf um rúðu?

  Ef viðgerð er ekki möguleg og skipta þarf um rúðu þá er eigin áhætta í rúðutryggingu 25% fyrir hvert tjón.

  Tekur lengri tíma að laga rúðuna?

  Það er mun fljótlegra að gera við rúðuna heldur en setja nýja í bílinn sem þýðir styttri bið fyrir þig. 

  Hvar er hægt að fá bílrúðumiða?

  Bílrúðumiðinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann á skrifstofum okkar í Borgartúni 19, á Akureyri og í Reykjanesbæ eða með því að hafa samband við okkur og við sendum hann til þín.

Skemmd í framrúðu

Ef það kemur skemmd í rúðuna er mikilvægt að bregðast fljótt við og setja bílrúðumiðann á skemmdina. Næsta skref er svo að tilkynna til okkar tjónið og fara sem fyrst á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.

Sé fljótt brugðist við steinkasti í framrúðum er oft á tíðum hægt að gera við framrúðuna án þess að skipta um hana sem sparar bifreiða eigendum pening, umstang & fyrir vikið eru framrúðuviðgerðir vænna fyrir umhverfið.

Stöndum vörð um samfélagið

Við einsetjum okkur að vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í að efla umhverfismál, félagslega þætti og ábyrga stjórnarhætti.