Nú velur þú þér verkstæði og ferð með bílinn í viðgerð. Ef brotið á rúðunni er lítið minnum við þig á bílrúðumiðann. Bílrúðumiðinn eykur líkur á að hægt sé að gera við rúðuna og þá þarf ekki að greiða eigin áhættu.
Tegund | Nafn fyrirtæki | Heimilisfang | Bæjarfélag | Sími | Sjá á korti | |
---|---|---|---|---|---|---|
Bílrúðuverkstæði | Orka ehf | Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | 586 1900 | ||
Bílrúðuverkstæði | Poulsen ehf | Skeifan 2 | 108 Reykjavík | 530 5900 | ||
Bílrúðuverkstæði | Poulsen ehf | Hyrjarhöfði 9 | 110 Reykjavík | 530 5900 | ||
Bílrúðuverkstæði | Bílaglerið ehf | Bíldshöfða 16 | 110 Reykjavík | 587 6510 | ||
Bílrúðuverkstæði | Bílrúðumeistarinn ehf | Dalvegi 18 | 200 Kópavogur | 571 1133 | ||
Bílrúðuverkstæði | Bílrúðuþjónustan | Grófin 15C | 230 Reykjanesbær | 421 7879 | ||
Bílrúðuverkstæði | AMG-Bílrúður | Turnahvarfi 4 | 203 Kópavogur | 552 0100 | ||
Bílrúðuverkstæði | Brimborg | Bíldshöfði 6 | 110 Reykjavík | 515 7000 |
Er brotið innan marka? Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna.
Smelltu límmiðanum á Þurrkaðu yfir skemmdina og smelltu svo á límmiðanum á til að stoppa brotið og verja það óhreinindum og raka.
Tilkynntu tjónið Eftir að búið er að smella límmiðanum á þarf að tilkynna til okkar tjónið og fara á næsta bílrúðuverkstæði
Árið 2021 var hlutfall viðgerða á bílrúðum aðeins 11% á móti 89% þar sem skipt var um framrúðuna. Það samsvarar því að um 40 tonn af gleri fór í ruslið og 40 tonn af gleri voru flutt til landsins.
Bílrúðumiðinn stoppar brotið í rúðunni frá því að stækka sem eykur líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þá þarf ekki að skipta henni út fyrir nýja með tilheyrandi kolefnisspori.
Ef viðgerð á rúðunni er möguleg þá greiðir Vörður allan kostnað af viðgerðinni. Sem þýðir engin eigin áhætta og ekkert úr þínum vasa.
Ef skemmdin er minni en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þurrkaðu yfir skemmdina og smelltu svo límmiðanum á til að stoppa brotið og verja það fyrir óhreinindum og raka. Farðu svo eins fljótt og mögulegt er á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.
Ef viðgerð er ekki möguleg og skipta þarf um rúðu þá er eigin áhætta í rúðutryggingu 25% fyrir hvert tjón.
Það er mun fljótlegra að gera við rúðuna heldur en setja nýja í bílinn sem þýðir styttri bið fyrir þig.
Bílrúðumiðinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann á skrifstofum okkar í Borgartúni 19, á Akureyri og í Reykjanesbæ eða með því að hafa samband við okkur og við sendum hann til þín.
Ef það kemur skemmd í rúðuna er mikilvægt að bregðast fljótt við og setja bílrúðumiðann á skemmdina. Næsta skref er svo að tilkynna til okkar tjónið og fara sem fyrst á næsta viðurkennda bílrúðuverkstæði.