Viðbrögð við tjóni

Það skiptir miklu máli að bregðast rétt við þegar óhöppin gerast og því gott að hafa eftirfarandi í huga.

Að tilkynna tjón

Hægt er að tilkynna öll tjón með einföldum hætti hér á vefnum okkar. Einnig er hægt að hafa samband við tjónasvið Varðar í síma 514-1000 mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00-16:00.

Í neyðartilfellum má hafa samband við neyðarvakt Varðar utan skrifstofutíma í síma 514-1099.

Eignatjón

 • Gera þarf nauðsynlegar ráðstafanir, sé þess nokkur kostur, til að forða frekara tjóni en farið jafnframt að öllu með gát.

 • Tilkynnið lögreglu þegar í stað um innbrot, þjófnað og skemmdarverk. Næsta skref er að tilkynna Verði um tjónið.

 • Starfsfólk Varðar veitir vátryggingartaka alla aðstoð og leiðbeiningar sem þörf er á hverju sinni.

 • Ekki hefja viðgerð fyrr en tjón hefur verið tilkynnt Verði og tjónaskoðunarmaður hefur skoðað og metið skemmdirnar.      

 • Ekki henda skemmdum munum nema með samþykki félagsins.

 • Ekki viðurkenna bótaskyldu eða bótakröfu ef þú hefur valdið öðrum tjóni án þess að hafa samband við Vörð.

 • Vörður mun fjalla um kröfuna og svara fyrir þína hönd.

Ökutækjatjón     

 • Mundu að gera skýrslu um umferðaróhapp strax á staðnum.

 • Skilaðu þínu eintaki af tjónstilkynningu sem fyrst til Varðar.

 • Ef lögreglan eða Aðstoð & Öryggi kom á vettvang er skýrslan send beint til Varðar.

 • Eftir að skýrsla hefur borist til Varðar og þú fengið tjónið samþykkt getur þú látið meta tjónið á viðurkenndu verkstæði. Verkstæðið kemur svo upplýsingum um tjónið til Varðar.

Bílrúðutjón

 • Þú þarft ekki að tilkynna tjónið til Varðar.

 • Snúðu þér beint til eftirtalinna þjónustuaðila sem taka við skýrslum, annast rúðuskipti og tjónauppgjör fyrir Vörð.    

 • Sjá lista yfir þjónustuaðila.

Slys og sjúkdómar

 • Við ráðleggjum þér að leita til læknis strax eftir slys.

 • Slys eða veikindi skal tilkynna Verði þegar í stað.

 • Sé um umferðarslys að ræða er nauðsynlegt að gefa skýrslu um slysið hjá lögreglu og tilkynna það jafnframt til Varðar.

 • Ef um vinnuslys er að ræða ber vinnuveitanda að tilkynna það lögreglu og Vinnueftirliti ríkisins eins fljótt og unnt er.

 • Mikilvægt er að vanda vel til skýrslugerðar vegna slyss þannig að upplýsingar séu réttar og nákvæmar.