Hægt er að tilkynna öll tjón með einföldum hætti hér á vefnum okkar. Einnig er hægt að hafa samband við tjónasvið Varðar í síma 514-1000 mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00-16:00.
Í neyðartilfellum má hafa samband við neyðarvakt Varðar utan skrifstofutíma í síma 514-1099.
Tjón vegna óveðurs
Fasteignir
Fok- og óveðurstrygging er innifalin í húseigendatryggingu fyrirtækja og einstaklinga og í sumarhúsatryggingu.
Ef vindhraði fer yfir 28,5 m/s og tjón verður á fasteign fæst tjónið bætt úr viðkomandi tryggingu. Á það t.d. við um tjón af völdum lausamuna sem brjóta rúður eða valda öðrum skemmdum á húseign. Sama á við ef almennt eignatjón verður á því svæði sem um ræðir.
Bílar
Kaskótrygging bætir tjón sem verður á bifreið sem stendur á bílastæði og verður fyrir skemmdum ef lausir munir fjúka á hana eða t.d. ef tré brotnar og skellur á hana.
Skilyrði að vindstyrkur mælist yfir 28,5 m/s.
Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) vátryggir gegn sjávarflóðum, vatnsflóðum, skriðuföllum, snjóflóðum, eldgosum og jarðskjálftum. Skyldutrygging er á öllum húseignum og brunatryggðu innbúi og lausafé. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að NTÍ vátryggir ekki gegn foktjónum. Þeim sem orðið hafa fyrir foktjóni er bent á að hafa samband við sín tryggingafélög til að kanna stöðu sína.
Eignatjón
Gera þarf nauðsynlegar ráðstafanir, sé þess nokkur kostur, til að forða frekara tjóni en farið jafnframt að öllu með gát.
Tilkynnið lögreglu þegar í stað um innbrot, þjófnað og skemmdarverk. Næsta skref er að tilkynna Verði um tjónið.
Starfsfólk Varðar veitir vátryggingartaka alla aðstoð og leiðbeiningar sem þörf er á hverju sinni.
Ekki hefja viðgerð fyrr en tjón hefur verið tilkynnt Verði og tjónaskoðunarmaður hefur skoðað og metið skemmdirnar.
Ekki henda skemmdum munum nema með samþykki félagsins.
Ekki viðurkenna bótaskyldu eða bótakröfu ef þú hefur valdið öðrum tjóni án þess að hafa samband við Vörð.
Vörður mun fjalla um kröfuna og svara fyrir þína hönd.
Ökutækjatjón
Mundu að gera skýrslu um umferðaróhapp strax á staðnum.
Skilaðu þínu eintaki af tjónstilkynningu sem fyrst til Varðar.
Ef lögreglan eða Aðstoð & Öryggi kom á vettvang er skýrslan send beint til Varðar.
Eftir að skýrsla hefur borist til Varðar og þú fengið tjónið samþykkt getur þú látið meta tjónið á viðurkenndu verkstæði. Verkstæðið kemur svo upplýsingum um tjónið til Varðar.
Bílrúðutjón
Tilkynntu tjónið til Varðar og farðu svo með bílinn á næsta rúðuverkstæði.
Slys og sjúkdómar
Við ráðleggjum þér að leita til læknis strax eftir slys.
Slys eða veikindi skal tilkynna Verði þegar í stað.
Sé um umferðarslys að ræða er nauðsynlegt að gefa skýrslu um slysið hjá lögreglu og tilkynna það jafnframt til Varðar.
Ef um vinnuslys er að ræða ber vinnuveitanda að tilkynna það lögreglu og Vinnueftirliti ríkisins eins fljótt og unnt er.
Mikilvægt er að vanda vel til skýrslugerðar vegna slyss þannig að upplýsingar séu réttar og nákvæmar.