Arion endurgreiðsla

Ef þú ert í viðskiptum hjá Arion og með Heimilisvernd hjá Verði getur þú fengið allt að 7% endurgreiðslu af tryggingum þínum með því að vera tjónlaus.

Hvernig virkar Arion endurgreiðsla?

Þú getur fengið endurgreiðslu af tryggingum ef þú:

  • Ert í Arion fríðindum 

  • Ert með virka Heimilisvernd hjá Verði

  • Ert tjónlaus í 12 mánuði frá endurnýjun Heimilisverndar 

  • Endurnýjar Heimilisverndina fyrir næsta tímabil 

Endurgreiðslan nær yfir allar tryggingar fjölskyldunnar. Endurgreiðslan er reiknuð aftur í tímann og miðað er við að þú hafir verið tjónlaus síðustu 12 mánuði. Inneignin er síðan greidd út mánuði eftir endurnýjun Heimilisverndar. 

Ertu ekki í Arion fríðindum?

Til að geta fengið endurgreiðslu af tryggingum þínum þarftu fyrst að skrá þig í Arion fríðindi. Það er lítið mál að skrá sig til leiks. Þú einfaldlega opnar Arion appið og fylgir örfáum einföldum skrefum.

Nánar um Arion fríðindi