Arion endurgreiðsla

Viðskiptavinir Varðar sem eru í viðskiptum hjá Arion banka fá 5% endurgreiðslu af tryggingum sínum ef þeir eru tjónlausir.

Hvernig virkar Arion endurgreiðslan?

Þú nýtur góðs af því að vera með fjármálin og tryggingarnar á sama stað!

Viðskiptavinir Varðar sem eru í viðskiptum við Arion banka geta fengið 5% endurgreiðslu af tryggingum sínum með því að vera tjónlausir í 12 mánuði. Endurgreiðslan nær yfir allar tryggingar fjölskyldunnar.

Þú sækir um endurgreiðsluna í Arion appinu og getur fylgst þar með endurgreiðslunni hækka eftir hvern tjónlausan mánuð.

Þú getur fengið endurgreiðslu af tryggingum ef þú:

  • Ert með virka launaveltu og kort hjá Arion banka

  • Ert með virka Heimilisvernd hjá Verði

  • Ert tjónlaus í 12 mánuði frá endurnýjun Heimilisverndar

  • Endurnýjar Heimilisverndina fyrir næsta tímabil

Ertu ekki með virka launaveltu og kort hjá Arion banka?

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að skrá þig í viðskipti! Með nokkrum smellum getur þú orðið viðskiptavinur Arion banka og notið allra kosta og sérkjara sem í boði eru, þar á meðal Arion Endurgreiðslunnar.

Stofna til viðskipta

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Hvar sæki ég um endurgreiðslu?

    Þú sækir um endurgreiðslu í Arion appinu með því að smella á borða sem staðsettur er efst á stöðuskjánum.

    Af hvaða tryggingum reiknast endurgreiðslan?
    • Endurgreiðslan nær yfir allar tryggingar fjölskyldunnar að meðtöldum opinberum gjöldum (þar á meðal líf-, sjúkdóma- og barnatryggingar).

    • Dæmi um tryggingar eru fasteignin, blíllinn, fjölskyldan, líf- og heilsutryggingar, gæludýr, o.fl.

    • Tryggingar vegna fyrirtækja og annarra lögaðila (ríki, sveitarfélög og félagasamtök) falla ekki undir endurgreiðsluna.

    Í hvaða tilvikum missi ég réttinn á endurgreiðslu?

    Þú missir af endurgreiðslunni ef þú hættir að uppfylla eitthvað af eftirfarandi skilyrðum innan endurgreiðslu tímabilsins:

    • Virk launavelta og kort hjá Arion banka

    • Virk Heimilisvernd

    • Tjónleysi á endurgreiðslutímabili

    • Endurnýjun Heimilisverndar fyrir næsta tímabil

    Hvenær á ég von á endurgreiðslu?

    Greiðsla miðast við endurnýjunardagsetningu Heimilisverndar og greiðist hún einum mánuði eftir að endurnýjun á sér stað (5. hvers mánaðar).

    Dæmi: Þú uppfylltir öll skilyrði um endurgreiðslu og endurnýjaðir Heimilisverndina 1. september 2024. Endurgreiðsludagsetning er þá 5. október 2024.

    Hversu há er endurgreiðslan?

    Endurgreiðslan er 5% af þeirri upphæð sem þú hefur greitt í tryggingar á tímabilinu.

    Hvernig virkar endurgreiðsla hjóna og sambúðarfólks?

    Jóhanna og Sverrir eru hjón. Jóhanna greiðir fyrir Heimilisverndina en ekki Sverrir.

    Jóhanna er að greiða fyrir x margar tryggingar. Sverrir er jafnframt að greiða fyrir x margar tryggingar.

    Jóhanna getur sótt um endurgreiðslu af þeim tryggingum sem hún greiðir fyrir. Sverrir getur sótt um endurgreiðslu af þeim tryggingum sem hann greiðir fyrir.

    Það að annar aðilinn sé með Heimilisvernd gerir það að verkum að báðir aðilar geta sótt um endurgreiðslu af tryggingum sínum*.

    • *Gunna og Jón þurfa samt sem áður að uppfylla önnur skilyrði líka, þ.e. virkt kort og launavelta hjá Arion og tjónleysi á endurgreiðslutímabili.

  • Hversu oft fæ ég endurgreitt?

    Þú færð greitt mánuði eftir endurnýjun Heimilisverndar. Greiðsla miðast við endurnýjunardagsetningu.

    Dæmi: Ef þú endurnýjar Heimilisverndina 1. september 2024 þá færðu endurgreitt 5. október 2024, eða einum mánuði eftir endurnýjun.

    Hvað þýðir að vera með virka launaveltu og virkt kort?
    • Virk launavelta: Þú þarft að hafa fengið laun greidd inn á debetreikninginn þinn a.m.k. 1 sinni á síðustu 3 mánuðum.

    • Virkt kort: Þú þarft að vera með a.m.k. 1 færslu á síðustu 2 mánuðum á annað hvort kreditkorti eða debetkorti hjá okkur

    Hefur tjón áhrif á endurgreiðsluna?

    Ef þú lendir í tjóni á endurgreiðslutímabilinu fellur endurgreiðslan þín sjálfkrafa niður. Tjón sem falla undir eftirfarandi tryggingar eru þó undanskilin:

    • Tjón vegna líf- og heilsutrygginga (t.d. líf- og sjúkdómatrygging)

    • Tjón vegna bílrúðu (gildir einungis um viðgerð, ekki ef skipt er um rúðu)

    • Atvinnutryggingar einstaklinga

    • Hola í höggi með Golfvernd

    Hvenær hefur tjón áhrif á endurgreiðsluna?
    • Tjón hefur áhrif á endurgreiðslu um leið og búið er að bæta það.

    • Ef þú tilkynnir tjón fyrir lok tímabils, en færð það ekki bætt fyrr en á því næsta, fellur endurgreiðslan fyrir næsta tímabil niður

    Yfir hvaða tímabil nær endurgreiðslan?
    • Endurgreiðslan er reiknuð aftur í tímann.

    • Miðað er við að þú hafir verið tjónlaus út síðasta tímabil, sem er 12 mánuðir. Endurgreiðslan er síðan greidd út mánuði eftir endurnýjun Heimilisverndar.

    Hvað þarf ég að gera ef ég fæ ekki upp endurgreiðsluborðann í appinu en uppfylli öll skilyrði um endurgreiðslu?
    • Þú þarft að byrja á því að kanna hvort þú sért með útgáfu af appinu sem styður endurgreiðsluna (iOS 3.48.0 eða hærra og Android 3.35).

    • Ef þú ert með nýjustu útgáfuna af appinu þarftu að skrá þig út úr appinu og aftur inn. Í kjölfarið ætti borðinn að birtast.

    • Ef þú ert ekki með nýjustu útgáfuna af appinu þarftu að uppfæra appið, skrá þig síðan út úr því og aftur inn.

    • Ef þetta gengur ekki upp biðjum við þig um að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringja í síma 444 7000.