Barnatrygging 1

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Barnatrygging 1?

Barnatrygging 1 verndar barnið fyrir framtíðartekjutapi vegna slysa og veikinda sem geta haft varanlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Auk þess kemur hún til móts við foreldra sem kunna að verða fyrir tekjumissi eða útgjöldum vegna veikinda barns.

Tryggingin bætir
Örorkubætur og dagpeningar

Örorkubætur vegna varanlegrar læknisfræðilegrar örorku af völdum sjúkdóms eða slyss, ef örorka nær 10%.

Dagpeningar vegna sjúkrahúsdvalar.

Dagpeningar vegna umönnunar á heimili.

Sjúkdómabætur

MS (heila- og mænusigg) (Multiple Sclerosis).

Krabbamein (Cancer).

Góðkynja heilaæxli (Benign Brain Tumour).

Sykursýki (Diabetes Mellitus 1).

Alvarleg brunasár (Third Degree Burns).

Slímseigjusjúkdómur (Cystic Fibrosis).

Liðagigt (barna liðagigt/langvinn liðagigt) (Juvenile Rheumatoid Arthritis).

Blinda (Blindness).

Alnæmi (AIDS) vegna stunguóhapps eða af völdum blóðgjafar.

Sálfræðiþjónusta við börn

Vátryggingin greiðir sálfræðiþjónustu verði vátryggður fyrir áfalli vegna andláts foreldris eða forráðamanns, líkamsárásar eða ofbeldi þ.m.t. kynferðisofbeldi, greiningar á einhverjum þeim sjúkdómi sem trygging þessi bætir eða eineltis.

Dánarbætur

Dánarbætur vegna andláts barns.

Iðgjaldafrelsi

Félagið greiðir iðgjald tryggingarinnar ef vátryggingartaki yngri en 65 ára fellur frá á gildístíma hennar.

Tryggingin þarf að hafa verið í gildi í 24 mánuði þegar andlátið ber að höndum.

Tryggingin bætir ekki
Örorkubætur og dagpeningar

Dreyrasýki ICD10 D66 og D67.

Þroskafrávik ICD10 F70-F99 (t.d. ADHDathyglisbrestur/ofvirkni, einhverfa, seinþroski, Asperger heilkenni, Tourette sjúkdómur).

Flogveiki ICD10 G40.

Sjúkdóma í miðtauga- og vöðvakerfi ICD10 G11, G12, G60, G71 og G80 (t.d. CP (heilalömun), vöðvarýrnun).

Leiðni- og skyntaugaheyrnatap.

Meðfædda fötlun eða litningafrávik ICD10 Q00-Q99 (t.d. Downs heilkenni og vansköpuð innvortis líffæri).

Geðræna sjúkdóma ICD10 F00-F69.

Slys er verða í hvers konar akstursíþróttum, bardagaíþróttum, fjallaklifri, klettaklifri, bjargsigi, froskköfun, drekaflugi, svifflugi og fallhlífarstökki og/eða íþróttum sem eru sambærilegar og eðlisskyldar.

Sjálfsvíg eða sjálfsvígstilraun sem rakin verður til geðrænna sjúkdóma.

Sjúkdómabætur

Hvers konar húðkrabbamein.

Öll æxli sem er vefjafræðilega lýst sem forstigseinkennum eða sem einungis sýna snemmbærar illkynja breytingar.

Setbundið krabbamein, ekki ífarandi.

Blöðrur (cysts) í heila.

Heilahimnuæxli (meningiomas).

Seilaræxli (choromas).

Æðagallar.

Heilamar og æxli í heiladingli eða mænu.

Hnúða (granulomas) í heila.

Dreyrasýki ICD10 D66 og D67.

Þroskafrávik ICD10 F70-F99 (t.d. ADHDathyglisbrestur/ofvirkni, einhverfa, seinþroski, Asperger heilkenni, Tourette sjúkdómur).

Flogveiki ICD10 G40.

Sjúkdóma í miðtauga- og vöðvakerfi ICD10 G11, G12, G60, G71 og G80 (t.d. CP (heilalömun), vöðvarýrnun).

Leiðni- og skyntaugaheyrnatap.

Meðfædda fötlun eða litningafrávik ICD10 Q00-Q99 (t.d. Downs heilkenni og vansköpuð innvortis líffæri).

Geðræna sjúkdóma ICD10 F00-F69.

Slys er verða í hvers konar akstursíþróttum, bardagaíþróttum, fjallaklifri, klettaklifri, bjargsigi, froskköfun, drekaflugi, svifflugi og fallhlífarstökki og/eða íþróttum sem eru sambærilegar og eðlisskyldar.

Sjálfsvíg eða sjálfsvígstilraun sem rakin verður til geðrænna sjúkdóma.

Sálfræðiþjónusta við börn

Vátryggingin bætir ekki meðferð ef barnið framkvæmdi eða tók þátt í atburði sem telst refsiverður skv. íslenskum lögum.

Vátryggingin bætir ekki tjón sem rekja má til sjúkdóma, slysa eða áfalla sem áttu sér stað eftir að vátryggingin féll úr gildi eða fyrir gildistöku hennar.

Sálfræðiþjónustu vegna áfalla sem áttu sér stað fyrir 01.01.21

Kostnað við sálfræðiþjónustu sem er greiddur eftir 18 ára aldur.

Dánarbætur

Sjálfsvíg eða sjálfsvígstilraun sem rakin verður til geðrænna sjúkdóma.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Dagpeningar vegna umönnunar greiðast ef vátryggður eða annar forráðamaður hans á rétt á umönnunarbótum frá almannatryggingum vegna sjúkdóms eða slyss hins vátryggða.

Dagpeningar greiðast ekki eftir 18 ára aldur.

Ekki eru greiddar bætur vegna sjúkdóma sem greinast á fyrstu þremur mánuðum eftir gildistöku vátryggingarinnar.

Sjúkdómabætur greiðast einu sinni vegna hvers sjúkdóms en vátryggingin gildir áfram fyrir aðrar sjúkdómstegundir sem falla undir trygginguna.

Ef greiddar eru sjúkdómabætur greiðast ekki dagpeningar vegna umönnunar á heimili.

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber að kynna sér skilmála tryggingarinnar.

Við greiðslu bóta vegna varanlegrar læknisfræðilegrar örorku fellur vátryggingin úr gildi.

Tilkynna skal um sjúkdóm innan árs frá greiningu.

Hægt er að tryggja börn frá 1 mánaða aldri og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

Hvar gildir tryggingin?

Vátryggingin gildir á Norðurlöndunum. Nánari upplýsingar um gildissvið má finna í skilmála tryggingarinnar.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Svara öllum spurningum Varðar vegna áhættumats rétt og af heiðarleika.

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa. Hægt er að tryggja börn frá eins mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Viðskiptavinir geta sagt tryggingunni skriflega upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu. Iðgjald skal greitt fyrir það tímabil sem félagið er í ábyrgð samkvæmt vátryggingunni.