09. mars 2023
Við höfum opnað þjónustuskrifstofu með Arion banka að Austurvegi 10 á Selfossi. Þar getur þú nálgast alla trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama stað.
Samstarf Varðar og Arion tryggir að viðskiptavinir geta nálgast bankaþjónustu og tryggingar á einum stað til að spara sér sporin. Ráðgjafar okkar aðstoða þig við hvaðeina sem lýtur að tryggingum og tjónum og ráðgjafar Arion veita alla þjónustu er snýr að fjármálum og leiðbeina með notkun á stafrænum þjónustuleiðum.
Við hlökkum til að bjóða viðskiptavinum trausta og öfluga fjármálaþjónustu í nýjum stað. Áfram verður lögð áhersla á einfalda og þægilega tryggingaþjónustu með ánægju viðskiptavina að leiðarljósi.
Við tökum vel á móti þér að Austurvegi 10 alla virka daga milli klukkan 10:00-16:00. Hlökkum til að sjá þig.
Vörður tryggingar
09. mars 2023