Eru allir tryggðir á heimilinu?

Það er mikilvægt að hafa réttar tryggingar fyrir alla fjölskylduna og heimilið. Fáðu tilboð í þínar tryggingar í fáeinum smellum.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
 • Eru allir tryggðir á heimilinu?

  Okkur þykir sjálfsagt að tryggja bílinn og hlutina okkar. Þess vegna er mikilvægt að tryggja fjölskylduna vel fyrir áföllum eins og slysum og veikindum. Við ráðleggjum öllum að hafa líf- og sjúkdómatryggingu og fjölskyldutryggingu. 

  Hvað er líf- og sjúkdómatrygging?

  Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur ef þú fellur frá.

  Sjúkdómatrygging veitir þér og fjölskyldu þinni fjárhagslega vernd komi til alvarlegra veikinda sem tryggingin tekur til.

  Hverjir þurfa líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu?

  Sjúkdómatrygging er flestum nauðsynleg óháð fjölskylduaðstæðum. Það getur verið dýrt að veikjast alvarlega og mikill dulinn kostnaður sem oft fylgir veikindum. Því fyrr sem þú tryggir þig, því betra, því alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér.

  Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

 • Hvað er Barnatrygging?

  Barnatrygging veitir víðtæka fjárhagslega vernd fyrir börnin okkar vegna slysa eða sjúkdóma sem þau kunna að verða fyrir og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra.

  Þarf ég að tryggja börnin?

  Barnatryggingar eru góð viðbót við líf- og sjúkdómatryggingu og fjölskyldutryggingu. Sjúkdómatrygging tryggir börn að helmingi bótafjárhæð foreldis, þó að hámarki 10 milljónir króna, komi til sjúkdóms sem tryggingin tekur til og líftrygging greiðir dánarbætur 750.000 krónur.

  Barnatryggingin er fyrst og fremst örorkutrygging vegna sjúkdóma eða slysa en einnig fjárhagslegur stuðningur við foreldra. Tryggingin tekur líka til sjúkdóma sem eru ekki hluti af sjúkdómatryggingu foreldra, líkt og sykursýki 1, ásamt því að greiða sálfræðiþjónustu vegna áfalla.

  Hvað er Heimilisvernd?

  Heimilisvernd er samsett fjölskyldutrygging fyrir innbúið og fjölskylduna. Þú velur milli fjögurra mismundandi víðtækra trygginga sem henta þínum þörfum um tryggingavernd fyrir fjölskylduna. Munurinn liggur í tryggingum og fjárhæðum og er Heimilisvernd 4 víðtækasta fjölskyldutryggingin. 

  Heimilisvernd 3 er algengasta fjölskylduvernd Varðar og hentar vel fjölskyldum, litlum sem stórum. Tryggingin veitir víðtæka og alhliða vernd og inniheldur allar helstu tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir heimili og fjölskyldu. 

Sjáðu þína tillögu

Það tekur þig aðeins 2 mínútur að fá áætlað verð í þína líf- og sjúkdómatryggingu. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og sérð strax hvað þínar tryggingar gætu kostað á mánuði.