Þegar óhöpp verða skiptir máli að bregðast rétt við. Þú getur á einfaldan og öruggan hátt tilkynnt hvers konar tjón á vef okkar sem flýtir fyrir afgreiðslu tjónsins.



Eignatjón eru tjón á t.d innbúi og persónulegum munum.

Ökutækjatjón eru tjón t.d. vegna áreksturs milli ökutækja eða vegna tjóns á ökutæki.

Bílrúðutjón eru skemmdir í framrúðu, t.d. vegna steins í framrúðu á bíl.

Tjón vegna slysa og sjúkdóma, bæði innanlands og erlendis.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.

Hér finnur þú tjónstilkynningar á PDF formi fyrir allar gerðir tjóna.
Skoða nánar
Neyðarþjónusta Varðar er í síma 514-1099 ef um er að ræða tjón á húseign eða innbúi í kjölfar vatns eða bruna.

Með forvörnum lágmörkum við líkur á óhöppum og slysum. Við viljum vinna markvisst að auknu öryggi á vinnustöðum, heimilum og í umferðinni. Þannig stöndum við vörð um heilsu og öryggi.

Hér finnur þú tjónstilkynningar á PDF formi fyrir allar gerðir tjóna.

Ef um er að ræða slys erlendis skal hafa samband við SOS International +453 8488210

Vörður er í samstarfi við Aðstoð & Öryggi ehf. um aðstoð á vettvangi vegna umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Aðstoðar & Öryggis mæta á staðinn og aðstoða við útfyllingu á tjónaskýrslu ásamt því að taka myndir af vettvangi og tjónum.

Tjónagrunnurinn er sameiginlegur skráningar- og uppflettigrunnur tryggingafélaga sem hefur það að markmiði að stemma stigu við tryggingasvikum og ofgreiðslu vátryggingarbóta.