Barnatrygging án heilsufarsskoðunar sem nær ekki til afleiðinga slysa eða veikinda sem vitað erum um við töku tryggingarinnar.
Örorkubætur og bætur vegna aðhlynningar.
Bætur við greiningu tiltekinna sjúkdóma.
Vörður greiðir kostnað við sálfræðiþjónustu í kjölfar tiltekinna áfalla.
Dánarbætur vegna andláts barns.
Vörður greiðir iðgjald tryggingarinnar ef tryggingartaki fellur frá
Við greiningu tiltekinna sjúkdóma greiðast bætur til forsjáraðila barnsins, en beint til tryggðs einstaklings frá 18 ára aldri.
MS (heila- og mænusigg) (Multiple Sclerosis).
Krabbamein (Cancer).
Góðkynja heilaæxli (Benign Brain Tumour).
Sykursýki (Diabetes Mellitus 1).
Alvarleg brunasár (Third Degree Burns).
Slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis).
Liðagigt (barna liðagigt/langvinn liðagigt) (Juvenile Rheumatoid Arthritis).
Blindu (Blindness).
Alnæmi (AIDS) vegna stunguóhapps eða af völdum blóðgjafar
Hvers konar húðkrabbamein.
Öll æxli sem er vefjafræðilega lýst sem forstigseinkennum eða sem einungis sýna snemmbærar illkynja breytingar.
Setbundið krabbamein, ekki ífarandi.
Blöðrur (cysts) í heila.
Hnúða (granulomas) í heila.
Heilahimnuæxli (meningiomas).
Seilaræxli (choromas).
Æðagalla.
Sjúkdóma sem sýna einkenni innan þriggja mánaða frá því að vátryggingin tók gildi.
Tryggingin nær ekki til sjúkdóma, slysa, líkamságalla eða andlegs seinþroska/þroskaröskunar né heldur til afleiðinga slíks ástands hafi einkenni þessi sýnt sig áður en vátryggingin tók gildi.
Slys eða sjúkdóma sem beint eða óbeint eru af völdum heimsfaraldra sem eru útbreiddir á heimsvísu.
Dreyrasýki.
Þroskafrávik (t.d. ADHDathyglisbrestur/ofvirkni, einhverfa, seinþroski, Asperger heilkenni, Tourette sjúkdómur).
Flogaveiki.
Sjúkdóma í miðtauga- og vöðvakerfi (t.d. CP (heilalömun), vöðvarýrnun).
Leiðni- og skyntaugaheyrnatap.
Meðfædda fötlun eða litningafrávik (t.d. Downs heilkenni og vansköpuð innvortis líffæri).
Geðræna sjúkdóma.
Slys er verða í hvers konar akstursíþróttum, bardagaíþróttum, fjallaklifri, klettaklifri, bjargsigi, froskköfun, drekaflugi, svifflugi og fallhlífarstökki og/eða íþróttum sem eru sambærilegar og eðlisskyldar.
Sjálfsvíg eða sjálfsvígstilraun sem rakin verður til geðrænna sjúkdóma.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Barnatrygging er fyrst og fremst örorkutrygging fyrir börnin en einnig greiðast úr henni bætur til foreldra, sem getur skipt máli fjárhagslega þurfi þeir t.d að vera frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda barnsins.
Barnatrygging 2 er fyrir öll börn. Hægt er að tryggja börn frá eins mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.
Tryggingin gildir á Norðurlöndunum. Þó gildir tryggingin í allt að eitt ár ef vátryggður flytur frá Norðurlöndunum.
Grunnvátryggingarfjárhæðin er 8.000.000 kr.
Í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaga aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild. Þær ná ekki yfir afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barna sem enn eru heima.
Ársiðgjald fyrir Barnatryggingu 2 er 13.200 kr. eða 1.100 kr. á mánuði.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.
Til að bæta upplifun þína á vefnum og styðja við markaðsaðgerðir.