Reiðhjól

Sífellt fleiri kjósa að nota reiðhjól enda heilsusamlegur, umhverfisvænn og hagkvæmur samgöngumáti. Hjólandi vegfarendur þurfa að vera vel sýnilegir og gæta að öryggi sínu.

Hjólandi vegfarendur þurfa að vera vel sýnilegir og það borgar sig að vera sem mest í sjónsviði annarra vegfarenda. Mikilvægt er að vera með öflug og góð ljós, hvítt að framan og rautt að aftan. Skylt er að vera með ljós þegar skyggja tekur og gæta þarf þess að þau séu rétt stillt. Endurskin á að vera á hjólinu, bæði að framan og aftan, á fótstigum og í teinum. Einnig eiga reiðhjól að vera með bjöllu svo hægt sé að vara aðra við þegar hjólað er framhjá. Endurskinsvesti eða föt í áberandi litum auka sýnileika og því er mælt með þeim. Þá er góður hjálmur einn mikilvægasti öryggisbúnaður hjólreiðafólks.

Nokkur góð hjólaráð:
  • Förum varlega og verum alltaf með hjálm.

  • Klæðum okkur miðað við veður og aðstæður.

  • Höfum hjólin okkar rétt búin miðað við árstíma, ljós í myrkri og nagladekk að vetri.

  • Förum eftir umferðarreglum, þær gilda líka fyrir reiðhjól.

  • Gefum okkur tíma og njótum ferðarinnar.

  • Veifum til ökutækja sem eru föst í umferð um leið og við hjólum framhjá.

Skyldubúnaður reiðhjóla þegar hjólað er í umferð:
  • Bremsur í lagi á fram- og afturhjóli.

  • Bjalla - ekki má nota annan hljóðmerkjabúnað.

  • Ljós að framan - hvítt eða gult (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni).

  • Rautt ljós að aftan (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni).

  • Þrístrend glitaugu - rauð að aftan og hvít að framan.

  • Keðjuhlíf - til varnar því að fatnaður festist í keðjunni.

  • Teinaglit í teinum.

  • Glitaugu á fótstigum.

Nokkrar hjólastaðreyndir:
  • Hjólreiðar eru heilsusamlegar og þær draga úr kostnaði samfélagsins.

  • Reiðhjólið er umhverfisvænt, það mengar ekki og veldur ekki hávaða.

  • Hjólreiðar eru fjölskylduvænar enda geta allir stundað þær.

  • Á reiðhjóli erum við laus við umferðaröngþveiti.

  • Á reiðhjóli njótum við útiveru og náttúrunnar.

  • Reiðhjólið er hagkvæmur samgöngumáti.

Vörður vill stuðla að hollri hreyfingu og heilbrigðu líferni enda er góð næring og dagleg hreyfing nauðsynleg undirstaða heilbrigðis lífs. Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna, hún minnkar líkur á sjúkdómum, eykur lífsgæði og lengir líf okkar. Að hreyfa sig er samfélagsleg ábyrgð í verki og með þátttöku styðja viðskiptavinir og Vörður saman við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer þrjú um heilsu og vellíðan.

Er hjólið tryggt?

Rafræni ráðgjafinn aðstoðar þig og þú sérð strax hvað þín hjólatrygging kostar. Tryggðu hjólið í fáeinum skrefum.