Við viljum stuðla að fækkun umferðarslysa með viðskiptavinum okkar. Hér getur þú skoðað ráð okkar ásamt gagnlegum tenglum um umferðaröryggi.
Við þekkjum flest að í umferðinni leynast ýmsar hættur. Til að auka öryggi í umferðinni þurfum við til dæmis að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi. Það er mikilvægt að halda umræðunni um umferðaröryggi á lofti enda eru banaslys í umferðinni ein aðalástæða ótímabærra dauðsfalla, bæði á Íslandi og í heiminum.
Nokkur góð ráð
Pössum okkur að virða ávallt hámarkshraða og metum hraðann út frá aðstæðum.
Höfum gott bil á milli bíla, sérstaklega í hálku að vetri.
Geymum símann ávallt í vasanum.
Verum alltaf vel upplögð, allsgáð og laus við þreytu þegar við setjumst upp í bíl.
Notum stefnuljósin.
Vissir þú?
2% íslenskra ökumanna telja sig undir meðallagi góða ökumenn.
Skortur á notkun stefnuljósa, farsímanotkun og of hægur akstur fer mest í taugarnar á bílstjórum.
18-20% þeirra sem fórstu í umferðarslysum síðastliðna tvo áratugi væru sennilega á lífi í dag hefðu þau notað bílbelti.
79% Íslendinga finnst óásættanlegt að aka bifreið eftir að hafa neytt áfengis, 70% á rafhlaupahjóli og 50% á reiðhjóli.
22% viðurkenna að hafa skrifað skilaboð meðan á akstri stendur.
Líklega hafa 4% ökumanna dottað undir stýri síðastliðna sex mánuði miðað við rannsóknir undangenginna ára.
Þú getur nálgast ítarlegri upplýsingar um umferðarlögin og umferðartölfræði á vef Samgöngustofu. Þá eru mjög gagnlegar upplýsingar um færð á vegum og veður á síðu Vegagerðarinnar.
Ef þú ert að fara á fjöll eða inn á hálendið mælum við með að kíkja á safetravel.is