Barnatrygging 1

Barnatrygging Varðar tryggir börnin okkar fyrir hugsanlegum áföllum vegna slysa og veikinda sem geta haft varanlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra og hamingju.

Margir telja að börn séu vel tryggð í leikskóla og skóla. Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum tilvikum ná tryggingar sveitarfélaganna aðeins til sjúkraflutninga og fyrstu aðgerða á slysadeild en þær ná ekki yfir afleiðingar slysa, örorku af völdum slysa eða sjúkdóma og alls ekki til yngstu barnanna sem enn eru heima.

Hægt er að tryggja börn frá þriggja mánaða aldri til 18 ára aldurs og gildir tryggingin til 26 ára aldurs.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

TRYGGÐ ALLAN SÓLARHRINGINN

Barnatrygging Varðar gildir allan sólarhringinn. Í henni eru alls sex bótaþættir, fimm þeirra hjálpa aðstandendum að kljúfa kostnað sem þeir verða fyrir þegar barn veikist eða slasast. Sjötti og mikilvægasti bótaþátturinn er örorkutrygging sem rennur beint til vátryggðs og hjálpar barninu að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði á fullorðinsárum, komi til örorku.

VÁTRYGGINGAFJÁRHÆÐ

Vátryggingafjárhæðin ræður því hve háar greiðslur tryggingin felur í sér komi til tjónsatburðar. Hægt er að velja um þrjár grunnfjárhæðir. Þegar vátryggingafjárhæð er valin er mikilvægt að hafa í huga, að ef barn verður öryrki, greiðast einungis lágmarksörorkubætur frá Tryggingastofnun frá 18 ára aldri, en þær duga engan veginn til heimilisreksturs og sjálfstæðrar framfærslu. Námsmenn njóta ekki örorkuverndar í námi og réttur til örorkulífeyris í lífeyrissjóðum stofnast fyrst þegar lífeyrisiðgjöld hafa verið greidd í tvö ár. Barnatrygging Varðar brúar þetta bil, greiðir örorkubætur og sér til þess að viðkomandi geti séð sjálfum sér farborða, komi til örorku.

Velja má milli þriggja grunnvátryggingafjárhæða:

Vátryggingarupphæð
5.000.000 kr.
10.000.000 kr.
15.000.000 kr.
Iðgjald á mánuði
625 kr.
1.250 kr.
1.875 kr.
Iðgjald á ári
7.500 kr.
15.000 kr.
22.500 kr.
Hámark greiðslu bóta
15.000.000 kr.
30.000.000 kr.
45.000.000 kr.

BÓTAÞÆTTIR BARNATRYGGINGAR ERU SEX

  1. Skattfrjálsar örorkubætur Bætur ráðast af því hve há fjárhæð vátryggingar var valin og hve hátt örorkustig vátryggðs einstaklings er samkvæmt mati.

  2. Dagpeningar vegna sjúkrahúsvistar Ef barnið þarf að leggjast inn á sjúkrahús í 6 daga samfellt eða lengur greiðast dagpeningar til forsjáraðila að hámarki 6.000,- kr. á dag í allt að 365 daga að hámarki 2.190.000,- kr Vátryggingarfjárhæð er 0,04% af grunnvátryggingarfjárhæðar.

  3. Greiðslur vegna umönnunar á heimili Eftir sjúkrahúsvist þurfa foreldrar oft að vera heima með barninu. Bætur geta numið allt að 10% af fjárhæð vátryggingar, að hámarki 15.000.000 kr. sem jafngildir 125.000 kr. á mánuði í allt að 10 ár. Bætur eru greiddar mánaðarlega. Greiðslur úr þessum bótalið eru háðar því að vátryggingartaki fái bætur frá almannatryggingum.

  4. Sjúkdómabætur vegna tiltekinna sjúkdóma Við greiningu tiltekinna sjúkdóma greiðast 15% vátryggingarfjárhæðar til forsjáraðila barns, en beint til vátryggðs einstaklings frá 18 ára aldri. Verndinni er ætlað að styðja fjárhagslega við fjölskylduna vegna óvæntra útgjalda.

  5. Dánarbætur Andist vátryggður á gildistíma tryggingarinnar, greiðast dánarbætur í samræmi við vátryggingarfjárhæð á vátryggingarskírteini og í bréfi með endurnýjun.

  6. Iðgjaldafrelsi Ef vátryggingartaki yngri en 65 ára, fellur frá á gildistíma vátryggingarinnar, greiðir félagið iðgjald vátryggingarinnar út samningstíma hennar. Það er þó háð því skilyrði að vátryggingin hafi verið í gildi í 24 mánuði þegar andlátið ber að höndum.

MIKILVÆGT AÐ HAFA Í HUGA

Ef slys verður vegna misnotkunar áfengis, lyfja, vímuefna eða meðvitaðrar háttsemi, getur það leitt til skertra bóta eða höfnunar.

Vátryggingartaki hefur 30 daga frest (iðrunarfrest) til að segja vátryggingunni upp, frá þeim tíma er honum berst tilkynning frá félaginu um gildistöku samningsins.

Vörður notar þær persónuupplýsingar sem aflað er vegna vátryggingar þessarar við afgreiðslu bótakrafna, upplýsingagjöf til vátryggingartaka og við aðra eðlilega starfsemi félagsins. Vörður leggur ríka áherslu á öryggi og trúnað við meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingar um viðskiptavini félagsins eru ekki afhentar þriðja aðila nema samkvæmt skýru umboði, lögum eða dómsúrskurði.

TAKMARKANIR OG UNDANSKILDIR SJÚKDÓMAR

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur út alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála. Flokkunarkerfið nefnist ICD 10. Landlæknisembættið tekur mið af þessari flokkun og uppfærir.

Í skilmálum tryggingarinnar er að finna upptalningu á sjúkdómum sem vátryggingin undanskilur. Á heimasíðu félagsins er að finna slóð þar sem finna má ítarlegri upptalningu. Vátryggingin tekur ekki til sjúkdóma eða slysa sem áttu sér stað fyrir gildistöku hennar.

Landlæknir - ICD 10

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér er ekki tæmandi. Ítarlegri upplýsingar má nálgast í skilmálum