Tryggir golfbúnað fyrir utanaðkomandi atvikum og þjófnaði.
Tekur á skaðabótaábyrgð sem getur fallið á kylfing við golfiðkun.
Bætir tjón á mönnum og munum sem kylfingur kann að valda við golfiðkun.
Tekur á slysum við golfiðkun.
Gerir kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi
Endurgreiðir árgjald í golfklúbb ef kylfingur er með öllu ófær um að spila golf vegna veikinda eða slyss.
Endurgreiðir kostnað vegna leigu á golfbúnaði ef tafir verða á farangri.
Tekur á því tjóni sem kylfingur verður fyrir fari golfbolti í bifreið hans.
Endurgreiðir teiggjöld erlendis vegna lokunar á golfvelli vegna veðurs.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Tryggingin inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.
Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir alla kylfinga. Tryggingin veitir vernd fyrir óhöppum og slysum sem geta átt sér stað á golfvellinum.
Tryggingin bætir golfsettið og þann búnað sem almennt má finna í golfpokanum vegna þjófnaðar eða ráns á golfsvæðinu.
Tryggingin bætir árgjaldið í golfklúbbinn ef kylfingurinn verður með öllu ófær um að spila vegna veikinda eða slyss.
Tjón sem kylfingur veldur öðrum getur verið skaðabótaskylt eða hreint óhapp. Bæði Heimilis- og Golfvernd taka á slíkum tjónum. Golfvernd er góð trygging ef um hreint óhapp er að ræða þar sem kylfingur hefur ekki bakað sér skaðabótaábyrgð.
Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis í allt að 92 daga frá því þú ferð frá Íslandi.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.