Hestatrygging tryggir hesta á Íslandi til 15 vetra aldurs og kemur í veg fyrir ófyrirsjáanlegan kostnað vegna slysa og veikinda hestsins.
Greiðir bætur ef hestur deyr eða verður fyrir alvarlegu heilsutjóni.
Bætir kostnað vegna nauðsynlegrar þjónustu hjá dýralæknum.
Bætir tjón vegna líkamstjóns eða skemmda á munum sem hesturinn getur valdið.
Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.
Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri tókum við saman upplýsingar um tryggingarnar í upplýsingaskjöl sem skoða má með skilmálum. Hér má nálgast upplýsingaskjal, skilmála og beiðni vegna hestatryggingar.