Öryggi barna í umferðinni er okkur mikið hjartans mál. Ef þú ert í viðskiptum við Vörð færð þú 30% afslátt hjá Bílstólaleigunni, sem sérhæfir sig í leigu á traustum bílstólum fyrir börn á öllum aldri. Þú finnur afsláttarkóðann á „Mínar síður“.
Hér getur þú lesið þig til um bílstólana sem Bílstólaleigan bíður uppá.
Dream ungbarnastóll með base. Hentar fyrir börn frá fæðingu til 9-12 mánaða.
Hentar fyrir börn frá fæðingu að 36 kg. Það er auðvelt að festa barnið í bílinn og þú getur valið um að hafa hann fram eða bakvísandi.
Balance bílstóllinn hentar fyrir börn frá 3 ára aldri.
Léttur og þægilegur bílstóll sem auðvelt er að færa á milli bíla. Hentar vel fyrir börn á aldrinum 4-12 ára.
Þú finnur afsláttarkóðann á „Mínar síður“.
Afhending og skil á stólum fer fram í versluninni Móðurást, Laugavegi 178.
Já, þú getur leigt bílstól. Þú sendir einfaldlega fyrirspurn á [email protected] og óskar eftir því að stóllinn verði sendur heim. Athugaðu að sendingargjald er 2.000 kr.
Lágmarksleigutími eru þrír mánuðir. Upphaf leigu miðast við daginn sem bílstóll er pantaður, en leigusamningi er sagt upp með því að skila stólnum. Uppsögn tekur gildi strax.