Saga Varðar

Vörður er ungt félag með langa sögu. Rætur félagsins má rekja allt aftur til ársins 1926 þegar Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar var stofnað.

Vörður er ungt vátryggingafélag með langa sögu. Rætur félagsins má rekja allt aftur til ársins 1926 þegar Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar var stofnað.

Því má segja að Vörður hafi orðið 80 ára árið 2006. Félagið var síðar nefnt Vélbátatrygging Eyjafjarðar GT og svo 1998 var nafninu breytt í Vörður vátryggingafélag hf.

Í lok árs 2004 var ákveðið að sameina Vörð vátryggingafélag og Íslandstryggingu hf. en það félag var stofnað árið 2002. Í ársbyrjun 2005 tók sameinað félag til starfa undir nafninu Vörður Íslandstrygging.

Í nóvember 2006 urðu breytingar á eignarhaldi félagsins en þá eignaðist Eignarhaldsfélagið ehf. allt hlutafé félagsins. Að Eignarhaldsfélaginu stóðu SP-Fjármögnun, Landsbankinn og BYR sparisjóður. Ætlun nýrra eigenda var að efla starfsemi félagsins og gera að raunhæfum valkosti við félögin þrjú á markaðnum. Í kjölfarið var nafni félagsins breytt í Vörður tryggingar hf.

Haustið 2009 styrktist eignarhald Varðar enn frekar þegar BankNordik (áður Føroya Banki) keypti ráðandi hlut í félaginu og fyrrihluta árs 2012 eignaðist bankinn allt hlutaféð. Bank Nordik er með yfir 40% markaðshlutdeild á bankamarkaði í Færeyjum og starfrækir jafnframt útibú í Danmörku og á Grænlandi. BankNordik er skráður í kauphöll Danmerkur og í kauphöllinni á Íslandi og er einn af tíu stærstu bönkum á Norðurlöndum miðað við markaðsvirði. Bankinn á jafnframt og rekur tryggingafélagið Trygd í Færeyjum sem er með u.þ.b. fjórðungs markaðshlutdeild á tryggingamarkaði þar í landi.

Í október 2015 gekk BankNordik frá sölu á hlutafjár til Arion banka. Samningurinn var skilyrtur og meðal annars háður samþykki opinberra aðila. Öll skilyrði samningsins voru uppfyllt í október 2016 og Arion banki þar með nýr eigandi Varðar.

OKKAR líftryggingar og Vörður líftryggingar sameinast undir merkjum Varðar í mars 2017.

Vörður er alhliða vátryggingarfélag sem þjónustar jafnt einstaklinga sem og fyrirtæki. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti.

  • Netspjall
  • Fyrirspurn
  • Fá tilboð