Aðalfundir Varðar voru haldnir 7. mars 2024 og hér má finna fjárhagslegar og ófjárhagslegar upplýsingar í tengslum við ársuppgjör félagsins.
Okkar markmið er að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og við erum afar stolt af því að hafa fjölgað viðskiptavinum meira á síðasta ári en sem nemur hlutfallslega stækkun markaðarins. Starfsfólk Varðar býr yfir miklum metnaði og gleði. Það er virkilega gaman að vera hluti af þessu teymi. Þá heldur samstarfið við Arion áfram að gefa af sér ný tækifæri til vaxtar og erum við bjartsýn fyrir framtíðinni. Starfsemi Varðar gekk vel á síðasta ári. Markmið félagsins um vöxt og aukningu markaðshlutdeildar náðust og sömuleiðis var ánægjulegt að sjá viðsnúning í fjárfestingatekjum frá erfiðu ári 2022.
Hér má finna ársreikning samstæðunnar Varðar trygginga fyrir árið 2023.
Vörður vinnur að heilindum að sjálfbærnimálum og telur það vera til hagsbóta að birta upplýsingar um samfélagslega þætti rekstursins samhliða ársuppgjöri og hafa þannig jákvæð áhrif á þróun málaflokksins út í samfélagið.
Vörður leggur áherslu á góða stjórnarhætti í allri sinni starfssemi og með góðum stjórnarháttum er lagður grunnur að ábyrgri stjórnun og ákvarðanatöku og með þeim er traust markaðarins gagnvart félaginu aukið.