Vegaaðstoð Varðar

Er rafgeymirinn straumlaus? Vantar þig aðstoð við að skipta um dekk? Ertu bensínlaus? Er frostið að stríða þér? Eða er hurðin læst og þú kemst ekki inn í bílinn? Þá er Vegaaðstoð Varðar til staðar fyrir þig.

Viðskiptavinir í Grunni geta fengið ókeypis vegaaðstoð víða um land.

Vegaaðstoð Varðar er viðskiptavinum í Grunni að kostnaðarlausu ef: 

  • Hurðir eða læsingar ökutækis eru frosnar. 

  • Bílinn er bensínlaus. 

  • Rafgeymir bílsins er straumlaus og þjónustuþegi Varðar þarf að fá start.

  • Skipta þarf um dekk, en þá þarf varadekk að vera til staðar. 

  • Þú læsist úti og ert ekki að komast inn í bílinn. 

Ef ekki hægt er að leysa verkefnið á staðnum þá færðu flutning í næsta þjónustuverkstæði eða heim í hleðslu ef svo ber við innan tilgreindra þjónustusvæða. Viðskiptavinir Varðar fá 50% afslátt af gjaldskrá Króks þurfi þeir flutning. 

Vegaaðstoð er veitt á eftirfarandi svæðum á landinu:

  • Höfuðborgarsvæðið 

  • Akranes 

  • Borganes 

  • Reykjanes 

  • Selfoss 

  • Hveragerði 

  • Akureyri 

  • Egilsstaðar 

  • Höfn 

  • Ísafjörður 

Þú getur hringt í síma 514-1000 fyrir aðstoð.

* Vörður vekur athygli á því að þjónustan er veitt innan skilgreindra þjónustusvæða Króks.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Við hvaða aðstæður er Vegaaðstoð Varðar veitt?
    • Hurðir eða læsingar ökutækisins eru frosnar. 

    • Ökutækið er bensínlaust. 

    • Ökutækið þarf start því rafgeymirinn er straumlaus/dauður. 

    • Skipta þarf um dekk, en þá þarf varadekk að vera til staðar í ökutækinu. 

    • Ökutækið er læst og þú kemst ekki inní hann. 

    Við hvaða aðstæður er Vegaaðstoð Varðar ekki veitt?
    • Ef ekki er varadekk í bílnum.

    • Ef bíllinn er fastur í snjó, drullu eða sandi.

    • Ef bíllinn fer ekki í gang af öðrum ástæðum en straumleysi í rafgeymi.

    • Ökutækið er 15 ára eða eldra. Á bæði við um aðstoð á staðnum og flutning.

    • Bíllinn er atvinnutæki, yfir 3,5 tonn að þyngd og/eða lengri en sjö metrar.

    Hverjir eiga rétt á Vegaaðstoð?
    • Viðskiptavinir Varðar sem eru í Grunni eiga rétt á Vegaaðstoð og geta nýtt sér aðstoðina í allt að þrjú skipti á ári.

    • Til þess að vera í Grunni þarf viðskiptavinur Varðar að vera með:

      • Heimilisvernd með innbúskaskó

      • Tvær tryggingar til viðbótar

    • Börn viðskiptavina í Grunni sem hafa sama lögheimili og foreldri eða forráðamaður, geta einnig nýtt sér aðstoðina óháð ökutæki.

    • Þjónustan er veitt vegna fólksbíla á tilgreinum þjónustusvæðum, en ekki vegna atvinnuökutækja.

    Hvert hringi ég til að óska eftir vegaaðstoð?
    • .Við erum til staðar ef þig vantar aðstoð í síma 514-1000.

  • Hvað ef ekki er hægt að leysa verkefnið á staðnum?
    • Ef ekki er hægt að leysa verkefnið á staðnum færðu flutning í næsta þjónustuverkstæði eða heim í hleðslu, ef svo ber við, innan tilgreindra þjónustusvæða Króks.

    • Viðskiptavinir Varðar fá 50% afslátt af gjaldskrá Króks þurfi þeir flutning.

    • Dagtaxti króks á við virka daga frá klukkan 8-17 og kvöld- og næturvinnutaxti frá klukkan 17-8. Næturvinnutaxtinn á einnig við allan sólarhringinn laugardaga, sunnudaga sem og alla helgidaga.

    • Nánari upplýsingar má finna í þjónustuskilmála Varðar.

    Hvað kostar þjónustan?

    Vegaaðstoð Varðar er ókeypis viðskiptavinum okkar í Grunni ef:

    • Hurðir eða læsingar ökutækis eru frosnar.

    • Bílinn er bensínlaus.

    • Bílinn þarf start því rafgeymirinn er dauður.

    • Skipta þarf um dekk, en þá þarf varadekk að vera til staðar.

    • Þú læsist úti og ert ekki að komast inn í bílinn.

    Ef ekki hægt er að leysa verkefnið á staðnum þá færðu flutning í næsta þjónustuverkstæði eða heim í hleðslu ef svo bera við innan tilgreindra þjónustusvæða. Viðskiptavinir Varðar fá 50% afslátt af gjaldskrá Króks þurfi þeir flutning.

    Hvaða viðskiptavinir eru í Grunni?
    • Til þess að vera í Grunni þarf viðskiptavinur Varðar að vera með:

    • Heimilisvernd með innbúskaskó

    • Tvær tryggingar til viðbótar

    Hvað ef ég fell ekki undir skilyrðin fyrir Vegaaðstoð Varðar?
    • Ef aðili uppfyllir ekki skilyrði fyrir Vegaaðstoð getur Vörður samt sem áður leiðbeint þér með hvaða aðrir möguleikar eru í boði. Fjölmörg fyrirtæki bjóða uppá Vegaðstoð og er Krókur einn af þeim þjónustuaðilum.

    • Þjónusta Króks er aðgengileg allan sólarhringinn alla daga ársins,símanr. 522-4600. 

     

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar um Vegaaðstoð Varðar má finna í þjónustuskilmála.