Þarf ég að tryggja mig í golfi?

Það er mikilvægt að hafa réttar tryggingar fyrir alla fjölskylduna hvort sem það er heima eða á golfvellinum. Fáðu tilboð í þínar tryggingar í fáeinum smellum. Tryggjum allt sem skiptir máli.

Golfvernd

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir kylfinga og gildir fyrir alla á heimilinu. Tryggðu þig á vellinum og sláðu áhyggjulaust í boltann.

Skoða nánar

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Þarf ég að tryggja mig í golfi?

    Sérhver dagur á golfvellinum er óútreiknanlegur. Kylfingar þekkja það vel að allt getur gerst og að höggin enda ekki alltaf á brautinni. Stundum gerast hlutir sem ekkert „fore“ getur bjargað. Það er því gott að hafa góðar tryggingar þegar kemur að óhöppum, slysum og öðrum ófyrirséðum atvikum. Fjölskyldutrygging og Golfvernd veita góða vernd þegar á golfvöllinn er komið. 

    Hvað er Golfvernd?

    Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Hún gildir fyrir alla á heimilinu og inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.

  • Hver er munurinn á Golfvernd og Heimilisvernd?

    Mörg tjón sem eiga sér stað úti á golfvelli eru tryggð í gegnum Heimilisverndina. Golfverndin er sérsniðin að því sem tengist golfiðkun. Ólíkt Heimilisvernd þá bætir Golfvernd meðal annars árgjaldið í klúbbinn, þjófnað úr settinu og þeim kostnað sem fylgir því að fara holu í höggi.

    Er hægt að tryggja holu í höggi?

    Við tryggjum ekki að þú farir holu í höggi en við tryggjum að þú getir gert vel við meðspilara þína þegar draumahöggið kemur. Golfvernd greiðir kylfingi 54.000 kr. fyrir sannarlegar holur í höggi. Þetta eru einu tjónin sem við viljum að viðskiptavinir okkar lendi í. Mikil gleði fylgir því að slá holu í höggi og við bætum þér kostnaðinn á 19. holunni með bros á vör.

Regluvörðurinn 2023

Regluvörðurinn er til gamans gerður fyrir kylfinga og aðra áhugasama um golfíþróttina en auðvitað geta allir tekið þátt í leiknum. Golfleikurinn er sérlega góður til þess að láta reyna á kunnáttuna á golfreglunum og til upprifjunar á þeim.