Við tryggjum þig í frístundum

Hugaðu að heilsunni áhyggjulaus með réttu tryggingarnar fyrir þig og fjölskylduna.

Hreyfing og heilbrigt líferni

Vörður vill stuðla að heilbrigðu líferni, enda er góð næring og dagleg hreyfing nauðsynleg undirstaða heilbrigðis lífs.

Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna.Hún minnkar líkur á sjúkdómum, eykur lífsgæði og lengir líf okkar.

Slysatrygging í frítíma

Slysatrygging í frítíma er innifalin í Heimilisvernd 2, 3 og 4 og tekur til slysa sem verða við almenna íþróttaiðkun. Hún nær þó ekki til þeirra sem æfa og keppa undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga og samtaka í þeim tilgangi að stunda íþróttakeppnir. Það er þó hægt er að kaupa sér viðbótartryggingu í þeim tilfellum.

Við mælum þess vegna með að afreksíþróttafólk hugi vel að vernd sinni og tryggi sig sérstaklega.