Tryggingar á hlaupum

Hér höfum við tekið saman helstu upplýsingar sem snúa að tryggingum fyrir hlaupara.

Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eins og götuhlaup, langhlaup eða náttúruhlaup eru vel tryggðir í Heimilisvernd 2, 3 og 4 þar sem slysatrygging í frítíma er innifalin. Hún nær þó ekki til þeirra sem æfa og keppa undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga og samtaka í þeim tilgangi að stunda íþróttakeppnir.

Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hlaupa?

  Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eru flestir tryggðir hafi þeir slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.

  Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í keppnishlaupi?

  Slysatrygging í frítíma, sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir þá sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða utanvega-, víðavangs- eða götuhlaup þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu enda sé um áhugamennsku að ræða. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

  Þarf ég tryggingu ef ég hleyp á fjöllum?

  Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir við hlaup á fjöllum, nema fyrir ofan 4.000 metra.

  Þarf ég tryggingu ef ég hleyp í útlöndum?

  Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og eru hlaupara því tryggðir erlendis.