Golfvernd

Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir kylfinga og gildir fyrir alla á heimilinu. Við bjóðum Golfvernd á 50% afslætti fyrsta árið, eða á aðeins kr. 5.315.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
 • Hvað er Golfvernd?

  Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir óvænt atvik sem geta komið upp á golfvellinum. Hún gildir fyrir alla á heimilinu og inniheldur átta tryggingar sem veita vernd fyrir óhöppum, slysum, þjófnaði á búnaði og fleira. Þá gerir Golfvernd kylfingi kleift að gera vel við meðspilara sína fari hann holu í höggi.

  Fyrir hvern er Golfvernd?

  Golfvernd er sérsniðin trygging fyrir alla kylfinga á heimilinu. Tryggingin veitir vernd fyrir óhöppum og slysum sem geta átt sér stað á golfvellinum.

  Fæ ég settið bætt ef því er stolið?

  Tryggingin bætir golfsettið og þann búnað sem almennt má finna í golfpokanum vegna þjófnaðar eða ráns á golfsvæðinu.

 • Er árgjaldið í golfklúbbinn tryggt?

  Tryggingin bætir árgjaldið í golfklúbbinn ef kylfingurinn verður með öllu ófær um að spila vegna veikinda eða slyss.

  Hvað ef ég veld öðrum tjóni?

  Tjón sem kylfingur veldur öðrum getur verið skaðabótaskylt eða hreint óhapp. Bæði Heimilis- og Golfvernd taka á slíkum tjónum. Golfvernd er góð trygging ef um hreint óhapp er að ræða þar sem kylfingur hefur ekki bakað sér skaðabótaábyrgð.

  Gildir tryggingin í golfferðum erlendis?

  Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis í allt að 92 daga frá því þú ferð frá Íslandi.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.